Samhjalp_mars2021_net
15 hverjar svo sem ástæðurnar fyrir því kunna að vera.“ Menn hafa unnið með virkar áfengismeðferðir í rúma öld, en aðeins kannað sálfræðiþáttinn í um aldarfjórðung. Hefðum við ekki átt að átta okkur fyrr á því að það væri samhengi milli áfalla og vímuvanda? „Við höfum í raun vitað þetta um aldir en það er fyrst núna búið að mynda kenningar og setja þetta í fræðabúning og það er vissulega atriði sem hægt er að vinna með og gera betur,“ segir Kristín. „Það hefur í gegnum tíðina verið mjög mikil áhersla á genarannsóknir og menn hafa varið milljörðum dala í að finna það gen sem veldur alkóhólisma. Það er þó ekki til, þótt vissulega séu til erfðaþættir sem hafa áhrif á þróun vímuefnavanda. Áföll hafa líka áhrif á erfðaþætti. Þetta eru samhangandi kerfi. Það er einn taugasérfræðingur sem sagði að ef að fíkn væri sjúkdómur þá væri ást það líka, því hún byggði á sömu stöðvum í heilanum. En þarna liggur spurningin, hvernig við túlkum rannsóknir á starfsemi heilans.“ Konur lenda í ofbeldi heima fyrir Við höfum rætt hér um orsakasamhengi þess að lenda í áfalli í æsku og glíma við fíknivanda síðar. En eru önnur vandamál og eru þau ólík eftir kyni? „Rannsóknir okkar sýna að 50% þeirra kvenna sem taka þátt hafa lent í kynferðisofbeldi sem börn, sem er mjög hátt hlutfall. Þetta er líka hátt hlutfall hjá körlum en það er minna rannsakað,“ segir Kristín. „Einstaklingur sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn er í meiri hættu á að verða fyrir því sem unglingur og síðar á lífsleiðinni. Það má kannski segja að munurinn á konum og körlum sé að heldur færri drengir verði fyrir kynferðisofbeldi í æsku en stúlkur en þeir verða ekki endilega fyrir því síðar meir.“ Helga Lind bætir við að afleiðingarnar brjótist út á mismunandi hátt. Strákar séu líklegri til að sýna hegðunarerfiðleika og ofbeldi en stúlkur loki sig frekar af og leiti samþykkis með ýmsum hætti. Kristín tekur undir það og segir birtingarmyndirnar vera mismunandi. „Konur lenda oftast í ofbeldi frá þeim sem þær elska og treysta. Það hefur mikil áhrif,“ segir Kristín. „Karlar lenda oftar í áflogum utan heimilis en konur lenda í ofbeldinu inni á heimili sínu og missa þar af leiðandi öryggi sitt og jafnvel fjölskyldu. Það er mjög flókið tilfinningalega þegar þeir sem standa þér næst bregðast trausti þínu með þessum hætti. Þetta er stór þáttur í fíkniferlinu. Þess vegna spyrjum við ekki konur hvað sé að þeim heldur hvað hafi komið fyrir þær.“ Helga Lind segir að nær allir sem komi í meðferð í Hlaðgerðarkoti hafi lent í einhvers UmRótina Rótin – félag um konur, áföll og vímugjafa – var stofnuð í mars 2013. Rótin er félag áhugakvenna og eru allar konur með áhuga á málefninu velkomnar til þátttöku. Félagið var stofnað í þeim tilgangi að vinna að bættummeðferðarúrræðum fyrir konur og auka þekkingu á meðferðarmálum fyrir konur. Markmið félagsins er einnig að auka samstarf þeirra sem starfa innan málaflokksins. Þá hefur Rótin sinnt hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum, bæði stjórnmálamönnum og embættismönnum, og kallað eftir auknum kröfum í menntun, gæðaeftirliti og fleiri þáttum sem snúa að stefnumótun málaflokksins. Rótin tók nýlega við rekstri Konukots, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík. Konukot er rekið samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín og Helga Lind segja báðar að það skipti miklu máli að konur upplifi sig öruggar í meðferð og að þær upplifi öryggi í meðferðarumhverfinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=