Samhjalp_mars2021_net
14 besta til að mæta þörfum kvenna sérstaklega. Heilinn virkar þannig að ef þú upplifir ekki öryggi munt þú ekki opna á neitt sem þú ert að vinna með og ert í raun alltaf að leita að undankomuleið.“ „Þið hafið reyndar gert mjög góðar breytingar hér og sjáið muninn,“ skýtur Kristín inn í og nefnir setustofu sem sett hefur verið upp fyrir konur í kvennaálmunni svokölluðu í Hlaðgerðarkoti sem dæmi. Erfitt að greina tilfinningalega vanrækslu Við víkjum umræðunni að meðferðarúrræðum almennt og um leið rannsóknum sem gerðar hafa verið á þeim. Kristín nefnir að allt fram að síðustu aldamótum hafi læknavísindin að mestu einbeitt sér að líkamanum, það er að litið hafi verið svo á að fíknivanda mætti að mestu leyti rekja til líkamlega þátta. Á tíunda áratug síðustu aldar var þó ACE-rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences Study) kynnt til leiks, en hún er umfangsmesta lýðheilsurannsókn sem gerð hefur verið í heiminum. Rannsóknin felur í sér athugun á erfiðri reynslu í æsku, en spurningalistinn felur í sér tíu spurningar um áföll og erfiða reynslu á jafn mörgum sviðum í æsku í samhengi við heilsufar síðar á ævinni. Rannsóknin leiðir í ljós að þau sem skora fjögur stig eða hærra, af tíu mögulegum, eru í aukinni hættu á því að lenda í fíknivanda eða glíma við offitu, hjartavandamál og önnur heilsufarsvandamál. Eðli málsins samkvæmt er hættan meiri eftir því sem viðkomandi skorar hærra. Í framhjáhlaupi má nefna að hægt er að svara ACE-rannsókninni á heimasíðu Rótarinnar, rotin.is „Fyrir nokkrum árum fór fram á Vogi skimun á reynslu af ofbeldi. Niðurstaða hennar var sú að á milli 70 og 90% kvenna sem þar dvöldu höfðu lent í ofbeldi,“ segir Kristín en bætir við að hún hafi ekki séð niðurstöður fyrir karla og þær hafi henni vitanlega ekki verið birtar. Önnur rannsókn, sem gerð var í samstarfi Rótarinnar og Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, leiddi í ljós að 70% þeirra sem svöruðu höfðu búið við tilfinningalega vanrækslu í æsku. Helga Lind segir að í barnaverndarstarfi á Íslandi sé tilfinningaleg og sálræn vanræksla skilgreind sérstaklega. „Það er aftur á móti mjög erfitt að vinna með tilkynningar um tilfinningalega og sálræna vanrækslu, því það er mjög erfitt að skilgreina hana sérstaklega og enn erfiðara að sanna að um tilfinningalega vanrækslu sé að ræða. Það hafa komið fram vísbendingar um að tilfinningaleg og sálræn vanræksla sé samt sá flokkur sem skorar hæst í fíknivandamálum síðar meir,“ segir Helga Lind. „Hér erum við mjög oft að vinna með hópinn sem bjó ekki við ást og umhyggju sem börn, hafði ekki stuðning, lenti í áfalli og það var enginn sem greip þau. Mér finnst ég ítrekað, í viðtölum við skjólstæðinga, vera að heyra í barninu sem barnavernd náði ekki til. Þetta eru börnin sem kerfið missti af, „Hér erumviðmjög oft að vinnameð hópinn sembjó ekki við ást og umhyggju sembörn, hafði ekki stuðning, lenti í áfalli og það var enginn semgreip þau. Mér finnst ég ítrekað, í viðtölum við skjólstæðinga, vera að heyra í barninu sem barnavernd náði ekki til.“ “ Rótin - félag um konur, áföll og vímugjafa - var stofnað árið 2013. Eitt af markmiðum félagsins er að auka samstarf þeirra sem starfa innan málaflokksins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=