Samhjalp_mars2021_net
13 ekki þegar þær fara í meðferð, spurningar á borð við: Hvað gerir þú við börnin á meðan? Við sjáum dæmi þess að konur fari frekar í meðferð í sumarfríum eða jólafríum. Þær finna hentugan tíma til að fara í meðferð, ekki bara hentugan tíma fyrir sig heldur heimilið.“ Þær Kristín og Helga Lind nefna að sumar konur kjósi að fara frekar til læknis í leit að aðstoð vegna fíkniröskunar en að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð. Kristín segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir því, ein kunni að vera sú að það geti verið ógnandi fyrir konur að fara í blandaða meðferð, jafnvel þó svo að hún kunni að vera að hluta kynjaskipt. Báðar segja þær að það skipti miklu máli að konur upplifi sig öruggar í meðferð og að þær upplifi öryggi í meðferðarumhverfinu. „Þær ná ekki árangri ef þær upplifa ekki öryggi. Margar konur hafa orðið fyrir ýmiss konar ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, þá sérstaklega þær sem verið hafa lengi í neyslu eða því sem kalla má harðri neyslu. Það eru margar konur sem hafa ekki fundið öryggi í mörg ár,“ segir Kristín. Helga Lind bætir við að lögð hafi verið áhersla á þetta grundvallaratriði í Hlaðgerðarkoti. „Öryggistilfinningin er grunnforsenda þess að ná að vinna að bata og takast á við erfiða fortíð. Við reynum eftir fremsta megni að búa til umhverfi þar sem einstaklingar í Hlaðgerðarkoti upplifa sig í öruggu umhverfi, að allir starfsmenn sýni kærleika og virðingu og mæti öllum þar sem þeir eru staddir,“ segir Helga Lind. „Við leggjum einnig áherslu á að allir sem eru í meðferð hjá okkur sýni hver öðrum virðingu. Því miður eru engar meðferðarstofnanir á Íslandi sem eru eingöngu fyrir konur, en við gerum okkar „Konur eru líka dæmdar harðar, þær upplifa skömm yfir því að eiga við þessi vandamál samhliða móðurhlutverkinu sem þær eru að sinna. Það eru því of margar konur sem fara leynt með sína neyslu, ámeðan þær geta. Það veldur þeimauðvitaðmikilli vanlíðan.“ “
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=