Samhjalp_mars2021_net

12 Konur finna styrk sinn í Hlaðgerðarkoti Það er mikilvægt að konur finni fyrir öryggi þegar þær sækja sér áfengis- og vímuefnameð- ferð. Í mörgum tilvikumþarf að gera upp erfiða hluti úr fortíðinni og það krefst mikillar og viðkvæmrar vinnu ef ná á árangri. Rótin hefur á liðnumárumunnið að bættummeðferðar- úrræðum fyrir konur og lagt áherslu á að auka þekkingu ámeðferðarmálumkvenna. Mikið samstarf er nú ámilli Rótarinnar og Hlaðgerðarkots umbætt úrræði fyrir konur í meðferð. F íknivandi og meðferðarnálganir voru lengi mjög karlmiðaðar. Til að mynda ber áttundi kafli AA bókarinnar yfirskriftina Til eiginkvenna. Eru konur þannig ávarpaðar sem aðstandendur alkóhólista, eiginmanna sinna, og þannig lítur út fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að konur gætu verið alkóhólistar. Hafa ber í huga að bókin er skrifuð árið 1939, af karlmönnum, og á þeim tíma höfðu ekki margar konur leitað sér aðstoðar vegna alkóhólisma. Það var í raun ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar, samhliða því sem kvenréttindahreyfingunni óx fiskur um hrygg, sem vitundarvakning varð um málefni kvenna sem glíma við fíknivanda. Í dag eru konur um þriðjungur þeirra sem sækja sér aðstoð vegna fíknivanda. Til að fjalla nánar um stöðu og málefni kvenna sem glíma við fíknivanda settist Samhjálparblaðið niður með Helgu Lind Pálsdóttur, forstöðumanni í Hlaðgerðarkoti, og Kristínu Pálsdóttur, talskonu og framkvæmdastjóra Rótarinnar. Báðar segja þær að nokkur munur sé á konum og körlum þegar kemur að fíknivanda. Þar hafa bæði líkamlegir og félagslegir þættir áhrif. Konur eru eftir tilvikum veikari fyrir og lenda hraðar í því sem kalla má niðurþróun fíkniröskunarinnar. Það er þó ekki algilt, enda fjölmörg dæmi um konur sem ná að fela fíkn sína í daglegu lífi, meðal annars með því að sinna daglegum þörfum heimilis og fjölskyldu. Oft virðast þær konur vera ólíklegri til að leita sér aðstoðar, eða leita sér seinna aðstoðar, en yngri konur sem lent hafa í harðari neyslu. Sjálf var Kristín rúmlega fertug þegar hún fór í meðferð. „Ég átti þá mann og börn, var í námi og var að reka heimili,“ segir Kristín. „Ég var í góðum félagslegum aðstæðum en samt að eiga við vanda sem hafi mikil áhrif á líf mitt og minna nánustu. Það er oft meira í húfi fyrir konur, þá sérstaklega þær sem eru að reka heimili, og þær hika því við að viðurkenna að þær séu með vímuefnavanda. Konur eru líka dæmdar harðar, þær upplifa skömm yfir því að eiga við þessi vandamál samhliða móðurhlutverkinu sem þær eru að sinna. Það eru því of margar konur sem fara leynt með sína neyslu, á meðan þær geta. Það veldur þeim auðvitað mikilli vanlíðan.“ Helga Lind tekur undir það að konur upplifi skömm yfir vandamálinu. „Við sjáum þetta vel hér í Hlaðgerðarkoti, mæður sem upplifa til að mynda skömm þegar þær geta ekki verið til staðar fyrir börnin sín, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma,“ segir hún. „Þær fá líka spurningar sem karlmenn fá

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=