Samhjalp mars 2019

38 T il að sinna öflugu starfi sínu treystir Samhjálp á bæði velvild og stuðning einstaklinga og fyrirtækja víðs vegar að af landinu. Sá stuðningur kemur fram á ýmsa vegu, hvort sem er í því að einstaklingar bjóði fram aðstoð eða gefi vinnu sína eða að fyrirtæki veiti Samhjálp fjárstuðning eða styrki samtökin með öðrum hætti. Eitt þessara fyrirtækja er ET Verslun, sem er hluti af flutningafyrirtækinu ET ehf. Fyrirtækið var stofnað 1979 af þeim Einari J. Gíslasyni og Tryggva Aðalsteinssyni, og eru þeir eigendur fyrirtækisins. Hörður Aðils Vilhelmsson, verslunarstjóri ET Verslunar, segir í samtali við Samhjálparblaðið að hann telji Samhjálp vinna afar gott og mikilvægt starf. Það sé ástæða þess að ET Verslun vilji styðja við starfsemi samtakanna. „Það er mjög gott starf unnið hjá Samhjálp og virðingarvert að fylgjast með því hvernig samtökin styðja við þá sem einhverra hluta vegna hafa misstigið sig í lífinu,“ segir Hörður Aðils. Samhjálp hjálpar öðrumað ná árangri Hörður Aðils Vilhelmsson, verslunarstjóri ET Verslunar. „Það má nefna starfsemina í Hlaðgerðarkoti og eins rekstur Kaffistofu Samhjálpar, sem og áfangaheimilanna. Allt krefst þetta þess að fjármagn samtakanna sé vel nýtt, og ég veit að starfsfólkið á öllum þessum starfsstöðvum leggur sig mikið fram til þess að hjálpa öðrum að ná árangri.“ ET ehf. er með höfuðstöðvar við Sundahöfn í Reykjavík. Fyrir utan verslunina er þar að finna viðgerðar- og breytingaverkstæði, renni- og dekkjaverkstæði, málningarverkstæði, þvottastöð, skrifstofur og loks ökuskóla. Hjá fyrirtækinu starfa í heild um 45 manns. Samhjálp þakkar ET Verslun innilega fyrir stuðninginn í gegnum árin og óskar starfsmönnum þess allra heilla. Jóginn skynjar sjálfan sig í sálu hverrar veru og allar verur í sálu sinni - Bhagavad Gita Skipholt 50 C www.jogasetrid.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=