Samhjalp mars 2019

20 S tyrktar- og líknarsjóður Odd- fellowreglunnar á Íslandi færði Samhjálp í janúar myndarlegan styrk til áframhaldandi uppbyggingar í Hlaðgerðarkoti. Það var Guðmundur Eiríksson, stórsír Oddfellowreglunnar, sem afhenti Verði Leví Traustasyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar, gjafabréf að andvirði 20 milljónir króna. Áður hafði sjóðurinn fært Samhjálp 15 milljónir króna í styrk fyrir byggingarframkvæmdum í Hlaðgerðarkoti. Þá hefur stúka nr. 12, Skúli fógeti, ákveðið að styrkja byggingarframkvæmdirnar í Hlaðgerðarkoti um níu milljónir króna í tilefni 50 ára afmælis stúkunnar. Oddfellowreglan á heimsvísu fagnar í ár 200 ára afmæli. Fyrsta Oddfellowstúkan hér á landi, Ingólfur, var stofnuð í Reykjavík 1897. Þess má til gamans geta að aðdragandi stofnunar reglunnar hér á landi var sá, að danskir Oddfellowar tóku sér fyrir hendur að reisa sjúkrahús fyrir holdsveika í Laugarnesi við Reykjavík. Innan reglunnar starfa bræðrastúkur og systrastúkur. Bræðrastúkurnar eru 28 og Rebekkustúkurnar 18. Sem líknar- og mannræktarfélag hafa regludeildir um allt land stutt myndarlega við hin ýmsu verkefni í sínu nærumhverfi, án þess að almenningur sé alltaf meðvitaður um gjafirnar. Meðlimir reglunnar fylgjast með því sem verið er að gera í samfélaginu og veita gjafir til þeirra verkefna sem þeir finna að þarfnist aðstoðar. Guðmundur Eiríksson hélt stutt ávarp við afhendingu styrksins. Hann sagði að verkefnin í Hlaðgerðarkoti væru krefjandi, að unnið væri í miklu návígi við einstaklingana og að með því að hjálpa einum einstaklingi til að ná bata væri stórsigur unninn. Það eru orð að sönnu og þeir eru margri stórsigrarnir sem unnist hafa í Hlaðgerðarkoti, eins og lesendum Oddfellowstyður vel við uppbyggingu í Hlaðgerðarkoti Samhjálparblaðsins er kunnugt um. Stór þáttur í því eru gjafir og styrkir sem koma víðsvegar að úr samfélaginu til að bæði viðhalda og efla enn frekar starfsemina í Hlaðgerðarkoti. Þess má geta að Magnús Sædal Svavarsson, byggingarstjóri í Hlaðgerðarkoti og fv. byggingarfulltrúi í Reykjavík, er meðlimur Oddfellow og hefur unnið alla sína vinnu í sjálfboðastarfi líkt og áður hefur verið fjallað um. Með stuðningi Oddfellow, bæði frá Styrktar- og líknarsjóðnum sem og öðrum stúkum innan reglunnar, verður hægt að halda uppbyggingu Hlaðgerðarkots áfram og gera með því meðferðarstarfið enn betra. Nánar er fjallað um framkvæmdirnar í Hlaðgerðarkoti hér aftar í blaðinu, en Oddfellow eru færðar bestu þakkir og óskað Guðs blessunar fyrir þann mikla stuðning sem reglan hefur veitt Samhjálp. Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, tekur við gjafabréfi frá Guðmundi Eiríkssyni, stórsír Oddfellowreglunnar. Þórir Guðmundsson, yfirmeistari Oddfellowstúku Skúla fógeta nr. 12, afhendir Verði Leví Traustasyni gjöf upp á níu milljónir króna til uppbyggingar í Hlaðgerðarkoti. Frá vinstri: Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar- og líknarsjóðsins, Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, Magnús Sædal Svavarsson, byggingarstjóri í Hlaðgerðarkoti, og Guðmundur Eiríksson, stórsír. Vörður Leví Traustason kynnir uppbyggingu nýs meðferðarkjarna í Hlaðgerðarkoti, í matsal nýja húsnæðisins. Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar, er einnig framkvæmdastjóri Dynjanda. Hann gaf Hlaðgerðarkoti 30 vesti sem merkt eru Samhjálp fyrir gönguhópa í Hlaðgerðarkoti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=