Samhjalp mars 2019
18 H laðgerðarkot á stóran stað í hjarta Theódórs Gunnars, en sjálfur lauk hann meðferð þar í byrjun árs 2018. Hann hafði áður farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti og að eigin sögn margar meðferðir þar á undan. Theódór Gunnar var því sjálfur skjólstæðingur í Hlaðgerðarkoti jólin áður, þ.e. jólin 2017, og vildi leggja sitt af mörkum með því að láta gott af sér leiða í þágu Hlaðgerðarkots og þeirra sem þar dvöldu um hátíðarnar. Þá hefur hann einnig leyst af sem matreiðslumaður í Hlaðgerðarkoti síðasta sumar og um helgar í vetur. „Ég á Samhjálp og starfsfólkinu í Hlaðgerðarkoti mikið að þakka. Þau tóku á móti mér í mjög alvarlegu ástandi,“ segir Theódór Gunnar í samtali við Samhjálparblaðið. Hann er fæddur 1986, byrjaði að drekka 17 ára gamall og leiddist fljótt út í önnur fíkniefni. Við tók nær stanslaus neysla í ÁSamhjálpmikið að þakka Theódór Gunnar Smith, matreiðslumaður, bauð fram starfskrafta sína í Hlaðgerðarkoti sem sjálfboðaliði á aðfangadag og gamlársdag síðastliðinn. rúman áratug, þar sem hann þó fór í nokkrar meðferðir, en náði aðeins bata í skamman tíma hverju sinni. „Það má í raun segja að neyslusagan mín hafi byrjað í óheiðarleika og þróast mjög hratt,“ segir Theódór Gunnar þegar hann rifjar þennan kafla lífs síns upp. „Þegar ég var orðinn 28 ára gamall hafði minn sjúkdómur þróast þannig að ég keyrði mig alltaf í þrot á stuttum tíma. Ég hafði áður farið í meðferðir, en féll alltaf aftur í sama vítahring. Þessi kafli lífsins var hræðilegur og ég er sem betur fer laus frá honum núna. Það má segja að botninum hafi verið náð þegar ég endaði í fangaklefa í fjóra sólarhringa á Spáni.“ Verð sterkari með hverjum deginum Sem fyrr segir dvaldi Theódór Gunnar í þrjá mánuði í Hlaðgerðarkoti. Hann segir þá rúma 13 mánuði sem liðnir eru frá því að hann kom úr meðferð hafa gengið vonum framan. „Um leið og ég fór að gera hlutina eins og mér var kennt að gera þá í Hlaðgerðarkoti, þá fór þetta að ganga,“ segir Theódór Gunnar. „Ég gafst í raun upp á sjálfum mér og fann mikla breytingu í kjölfarið. Í Hlaðgerðarkoti eignaðist ég líka trú á Guð, tók skírn og trúi því að ég hafi skilið gamla lífið eftir. Það veitir mér styrk á hverjum degi.“ Aðspurður segir hann þó að lífið í bata sé ekki barátta. „Það er það alls ekki, ég verð sterkari með hverjum deginum,“ segir Theódór Gunnar. „Ég geri mér þó grein fyrir mikilvægi þess að halda rútínu, fara á samkomur og fundi og síðast en ekki síst að hjálpa öðrum. Um leið og ég lauk meðferð fór ég að hjálpa öðrum, og svo reyni ég að láta gott af mér leiða með öðrum hætti, t.d. með því að elda um hátíðir.“ Til viðbótar við sjálfboðastörf sín í Hlaðgerðarkoti hefur Theódór Gunnar einnig sinnt sjálfboðastörfum hjá Mæðrastyrksnefnd og um síðustu jól eldaði hann einnig jólamatinn í Konukoti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=