Samhjalp juli 2019

9 Ég var ekki tilbúin að láta af ákveðnum hlutum og hafði aldrei gert mér grein fyrir því hvað trúin gæti gert fyrir líf mitt,“ segir Ragnheiður. „Þegar allt var komið í þrot, á þeim tímapunkti sátum við maðurinn minn á gólfinu í svefnherberginu og veltum því fyrir okkur hvað hægt væri að gera og hvaða stefnu ætti að taka. Við ákváðum að ákalla Jesú og sameinuðumst í bæn og báðum um handleiðslu hans.“ Hún var á Hlaðgerðarkoti í tvo mánuði. Hún hafði tvisvar áður farið í afvötnun um ævina og leit þannig á að hér væri hún í raun bara að endurtaka það ferli. Lesendum til glöggvunar þá er talsverður munur á afvötnun og áfengis- og vímuefnameðferð. „Ég hafði þá ranghugmynd að þetta væri bara spurning um viljastyrk, að ef ég tæki ákvörðun þá myndi ég standa við hana og taldi mig ekki þurfa að fara eftir leiðsögn. Hins vegar datt ég í það fljótlega eftir að ég kom úr þessari meðferð og ástandið varð í Um árabil faldi Ragnheiður neyslu sína fyrir bæði fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=