Samhjalp juli 2019

8 hörmulega. Ég skammaðist mín það mikið að ég gat ekki sagt upphátt að mig langaði til að hætta. En það var þó það sem mig langaði, að geta átt eðlilegt líf. En lífið snerist sem fyrr segir um feluleik og lygi. Þegar maðurinn minn var sofnaður læddist ég niður til að halda áfram að drekka. Erfiðasti tíminn var þegar við vorum í sumarfríi og mikið saman, þá var erfiðara að fela þetta. Það er hins vegar lýsandi fyrir stöðuna eins og hún var þá. Hann vissi að ég drykki mikið, í það minnsta meira en honum fannst eðlilegt, en ekki að ég drykki svona mikið.“ Árið 2014 fékk Ragnheiður ávísuð lyf fyrir athyglisbrest sem hún byrjaði að misnota um leið. Hún lýsir því sjálf hvernig hún upplifði í kjölfarið mikið kæruleysi og missti í raun alla samvisku og samviskubit sem hún upplifði sem mikið „frelsi“. Um leið missti hún alla löngun til að reyna að viðhalda eðlilegu fjölskyldulífi, svo einkennilegt sem það kann að hljóma. „Ég var fullkomlega meðvituð um það þegar samviskan fór, því öll hin árin var ég með stöðugt samviskubit og alltaf að reyna að halda stjórn. En þarna var samviskan farin,“ segir Ragnheiður aðspurð um þennan tíma. „Maðurinn minn er líka með þessa tímasetningu algjörlega á hreinu, hann vísar stundum í gamni til þessa tíma þegar Rang- heiður hafði stjórnina en ekki Ragnheiður. Það er hægt að hlæja að því í dag, en það var öllu alvarlegra þá. Á þessum tímapunkti hafði ég í raun tekið ákvörðun um að hætta ekki í neyslu og lifa lífinu nákvæmlega svona. Blekkingin var í raun algjör. Vinkona mín bað mig um að koma með sér á AA fund þar sem hún var algjörlega niðurbrotin yfir ástandinu, eitthvað sem ég hafði engan skilning á. Ég samþykkti að fara á einn fund. Þar heyrði ég konu flytja vitnisburð með áherslu á öll árin sem hún missti af. Einhvern veginn heyrði ég þetta óma í hausnum á mér allt kvöldið og virtist gera mér grein fyrir því að ef ég héldi þessu áfram gæti ég ekki vitað hvenær eða hvort ég kæmi til baka. Ég var ekki í góðu ástandi á þessum fundi og þetta var í raun það eina sem ég heyrði af fundinum. Þarna áttaði ég mig á því að ég, hin raunverulega ég, myndi aldrei geta fyrirgefið mér það ef ég færi frá manninum mínum og börnunum og héldi þessum lífsstíl áfram. Það var hins vegar það sem ég hafði ákveðið að gera, en þarna tók ég ákvörðun um að fara í meðferð.“ Ragnheiður fór inn á Hlaðgerðarkot í byrjun mars 2015. Á meðan hún beið eftir því að komast í meðferð var hún í raun í gjörgæslu heima hjá sér eins og hún lýsir því sjálf. „Maðurinn minn og vinkonur skiptust á að vakta mig, og var ég í þeirri gæslu allan sólarhringinn,“ segir hún. Mikilvægt að opinbera veikleika Að sögn Ragnheiðar hafði hún eignast trú árið 2007, en aldrei lifað eftir þeirri trú. „Ég lifði alltaf í sjálfinu eins og sagt er. Ég var orðinmóðir, ég þurfti að vera ábyrgari ogætlaði mér vissulega ekki að verða dópisti. Þess í stað byrjaði ég að drekka óhóflega,“ segir Ragnheiður. “ Nú eru að verða liðin fjögur ár frá því að Ragnheiður lauk meðferð. Hún segir að sá tími sem liðinn sé hafi vissulega verið krefjandi til að byrja með, en lærdómsríkur og góður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=