Samhjalp juli 2019

7 E ftir að hafa lokið meðferð skömmu fyrir jólin 2015 hóf Ragnheiður vegferð sem hún hafði rúmu hálfu ári áður ekki ætlað sér að fara. Það var vegferð í bataferli frá daglegri drykkju og notkun lyfja, en umfram allt vegferð frá lygi og feluleik og í átt að sannleika og frelsi eins og hún orðar það sjálf þegar hún rifjar upp sögu sína. Þrátt fyrir að eiga eiginmann og tvö börn þurfti Ragnheiður að hefja nýtt líf til að eignast heilbrigt fjölskyldulíf, sem hún á svo sannarlega í dag. Eins og með allar góðar sögur þá á þessi saga sér upphafspunkt. Þessi saga á sér slæma byrjun, en góðan endi. Ragnheiður er fæddi á Grenivík 1984. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, á níu systkini og varði barnæsku sinni lengst af á Grenivík, eitt ár á Akureyri og flutti síðan 15 ára að heiman, til Reykjavíkur. Alla sína æsku þjáðist Ragnheiður af félagsfælni og var að eigin sögn óörugg í öllum samskiptum. Hún byrjaði ung að fikta við drykkju og 16 ára gömul var hún farin að neyta amfetamíns daglega, byrjuð í dagneyslu. „Ég var í raun frekar saklaust barn og var hrædd við vímuefnin til að byrja með og óttaðist þá leið sem ég var að velja. Það slokknaði þó tiltölulega fljótt á þeim ótta þegar í neysluna var komið,“ segir Ragnheiður. „Allt sem ég prófaði en gaf mér mikla vímu hentaði mér ekki og mér fannst óþægilegt að missa alla stjórn. En ég taldi mér trú um að amfetamín væri mitt lyf. Læknar gefa ýmis lyf við athyglisbrest, en ég taldi mig ekki þurfa neitt þannig, þarna var ég búin að finna eitthvað sem hentaði mér. Þetta kom mér út úr félagsfælni og hjálpaði mér, að ég taldi, að eiga samskipti við fólk.“ Þegar Ragnheiður var 19 ára kynntist hún núverandi eiginmanni sínum. Hann var og er reglumaður, skynsamur að hennar sögn og þekkti ekki þennan heim. Á þessum tíma hafði hún verið í dagneyslu í þrjú ár. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði þegar hann áttaði sig á því að hún væri í neyslu. „Ég var að vinna, notaði amfetamín á daginn og drakk á kvöldin. Þegar hann áttaði sig á þessu gaf hann mér valkost um sambandið eða neysluna. Ég valdi hann og hætti,“ segir Ragnheiður. Hún hætti neyslunni á þessum tímapunkti og tók út fráhvörfin heima, en taldi sér trú um að hún væri bara með flensu. Viku síðar komst hún inn á Vog í afvötnun, en fór aldrei í heila meðferð eins og hún hefði „svo sannarlega þurft,“ eins og hún orðar það sjálf. „Maðurinn minn vissi hvað var í gangi, en ég kaus að gera mér ekki grein fyrir því. Ég var alveg meðvituð um stöðuna, en maður nær að fegra þetta fyrir sjálfum sér,“ segir Ragnheiður. Samviskan fór að lokum Neyslan hélt þó að einhverju leyti áfram, mest í laumi, en þegar parið eignaðist son rúmu ári síðar náði Ragnheiður að halda sig frá neyslu í nokkurn tíma. „Ég var orðin móðir, ég þurfti að vera ábyrgari og ætlaði mér vissulega ekki að verða dópisti. Þess í stað byrjaði ég að drekka óhóflega,“ segir Ragnheiður. Hún náði þó að hafa stjórn á lífinu að mestu leyti, vann en drakk mikið og leit ekki á drykkju sína sem mikið vandamál á þeim tíma. Hún eignaðist dóttur árið 2010 og fljótlega eftir það fór hún að drekka nær daglega. Hvernig er að viðhalda í raun tvöföldu lífi með þessum hætti, reka heimili og sinna vinnu, en á sama tíma að drekka áfengi á laun? „Ég drakk áður en ég fór í vinnuna og síðan yfir daginn. Ég sinnti þá sölustarfi og hafði talsvert svigrúm til að fela drykkjuna,“ segir Ragnheiður. „En maður lifir í lygi alla daga og upplifir stöðugan ótta og skömm. Ég vissi alveg að þetta gat ekki gengið svona og mér leið Lífið snerist um feluleik og lygi Ragnheiður Björg Svavarsdóttir lifði tvöföldu lífi á þeim tíma semhún var föst í dagneyslu. Þegar hún hafði misst allt samviskubit og var við það að yfirgefa fjölskyldu sína varð viðsnúningur á lífi hennar og hún fór í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Nú lifir hún heilbrigðu fjölskyldulífi í góðumbata.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=