Samhjalp juli 2019
38 S amhjálp reiðir sig að miklu leyti á stuðning og velvild bæði einstaklinga og fyrirtækja víða um land. Þannig tekst samtökunum að halda úti þeirri öflugu starfsemi sem raun ber vitni. Einn af þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem stutt hafa við starf Samhjálpar á liðnum árum er veghefilsþjónustan Hefilverk. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Hilmars Guðmundssonar og Elínar Ívarsdóttur og sonar þeirra, Ívans Arnars. Fyrirtækið var stofnað 1989 og fagnaði því 30 ára afmæli fyrr í vor. „Við höfum fylgst með starfi Samhjálpar í gegnum árin og heillast mjög af því góða starfi sem þar fer fram,“ segir Elín í samtali við Samhjálparblaðið, aðspurð um þann stuðning sem fyrirtækið hefur veitt samtökunum. „Ef maður á eitthvað aflögu er gefandi að deila því með öðrum eins og hægt er,“ segir Elín. „Starfsemi Kaffistofunnar er aðdáunarverð og það sama mætti segja um aðra þætti Það geta allir lent í því að þurfa á Samhjálp að halda starfsins hjá Samhjálp. Maður gerir sér jafnframt grein fyrir því að það geta allir lent á þeim stað að þurfa á aðstoð samtakanna að halda, sama hvaða bakgrunn þeir kunna að eiga.“ Þess má til gamans geta að Elín kynntist fyrst starfi Samhjálpar í æsku. Hún bjó þá við hliðina á Guðmundu Ólafsdóttur, sem lengi vel starfaði á vegum Samhjálpar. Guðmunda var ein af þeim sem hóf að gefa föngum jólagjafir, en Samhjálp heldur í þann sið enn þann dag í dag. „Guðmunda var dugleg að segja okkur frá starfinu og bauð okkur reglulega með sér á samkomur í Fíladelfíu,“ segir Elín þegar hún rifjar þetta upp. „Hún skildi eftir sig góðan vitnisburð um það hversu mikilvægt það er að hjálpa öðrum, og sú mikilvæga kennsla situr eftir enn þann dag í dag.“ Samhjálp færir Hefilverki og eigendum fyrirtækisins bestu þakkir fyrir stuðninginn í gegnum árin og óskar þeim Guðs blessunar. Ívan Arnar Hilmarsson og foreldrar hans, Elín Ívarsdóttir og Hilmar Guðmundsson.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=