Samhjalp juli 2019
36 „Það var ánægjulegt að verja degi á Kaffistofunni, blanda geði við þá sem þangað sækja og fá að sjá og upplifa líf þeirra um stund.“ Þetta segir Ellen Margrét Bæhrenz sem fyrr í vor varði degi á Kaffistofu Samhjálpar sem sjálfboðaliði. Ellen Margrét er nemi á fyrsta ári á leikarabraut í Listaháskóla Íslands. Þar gefst nemendum kostur á að velja sér það sem kallað er “utan ramma reynsla” í þeim tilgangi að fá að hitta fólk sem þau undir venjulegum kringumstæðum myndu ekki hitta. „Ég valdi mér Kaffistofu Samhjálpar. Ég hef séð umfjöllun um Kaffistofuna og ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þar er unnið,“ segir Ellen Margrét. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur og ég var mjög ánægð með að hafa valið þennan vettvang. Tilgangurinn með þessum lið í náminu er að stækka sjóndeildarhringinn og gera okkur víðsýnni fyrir ýmsum þáttum samfélagsins. Á Kaffistofuna leitar alls konar fólk sem hefur upplifað eitt og annað í lífinu og maður þarf Sjóndeildarhringurinn stækkar að sýna því ákveðinn skilning. Mér fannst ég fyrst um sinn stinga í stúf, en sú tilfinning hvarf fljótt. Þeir sem þarna starfa daglega höfðu orð á því hvað gestirnir væru kurteisir við þessa ókunnugu manneskju.“ Aðspurð segir Ellen Margrét að henni hafi fundist vel að öllu staðið í starfi Kaffistofunnar. „Þetta er hvort tveggja í senn mikilvægt og flott starf sem þarna er unnið,“ segir Ellen Margrét. „Það sem mér fannst ekki síður áhugavert var að sjá að á Kaffistofunni er einnig boðið upp á úrræði fyrir einstaklinga sem dæmdir hafa verið til samfélagsþjónustu eða fá að ljúka afplánun með þeim hætti. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki af slíkum úrræðum, en það var frábært að sjá að einstaklingar hafa tækifæri til að láta gott af sér leiða með því að sinna störfum á Kaffistofunni um ákveðinn tíma.“ Samhjálp þakkar Ellen Margréti fyrir aðstoðina og hlý orð í garð starfsins sem unnið er á Kaffistofunni. Ánægjulegt að verja degi á Kaffistofunni. Ellen Margrét Bæhrenz er nemi á leikarabraut í Listaháskóla Íslands.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=