Samhjalp juli 2019

34 S amfélag er stórt orð sem getur haft margar mismunandi birtingarmyndir. Öll viljum við lifa og starfa í góðu og samheldnu samfélagi sem allir eru stoltir af að tilheyra. Hvernig tekst að skapa gott samfélag fer að sjálfsögðu eftir þátttakendunum í samfélaginu og því umhverfi sem samfélagið þróast í. Allt eru þetta stór, almenn og gildishlaðin lýsingarorð sem má heimfæra yfir á margt. Samhjálp er samfélag einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að aðstoða sína systur og bræður í að verða góðir þátttakendur í samfélaginu. Það sem drífur þennan kraft sem er í Samhjálp áfram er trúin á það góða starf sem þar er unnið, að allir njóti ávinningsins og að það að láta eitthvað gott af sér leiða skili af sér betra samfélagi. Það hefur verið heiður að fá að kynnast starfi Samhjálpar í gegnum störf mín á Alþingi. Einstaklingsframtak sem þetta er mikilvægt fyrir okkur sem samfélag í því góða landi sem við búum í. Ég hef þá trú að sjálfsprottið frumkvæði að lausn áskorana, eins og Samhjálp er svo gott dæmi um, sé eitt það dýrmætasta sem við höfum sem þjóðfélag. Má þar einnig nefna björgunarsveitirnar, kvenfélögin, Kirkjuna, Skátana, Hugarafl, ásamt fjölda annarra. Ég kalla þetta oft „þriðja geirann“. Við sem störfum í stjórnmálum HÖFUNDUR: VILHJÁLMUR ÁRNASON Góðir þátttakendur í samfélaginu verðum að læra að virða þessa mikilvægu starfsemi, átta okkur á verðmæti hennar og skapa henni ásættanlegt umhverfi til að starfa í. Stjórnvöld fá margar krónur fyrir hverja krónu sem er lögð til í sjálfsprottna starfsemi einkaframtaksins. Samt sem áður er það hluti af því hve öflug slík starfsemi er að ekkert kemur að sjálfu sér, og þurfa eldhugarnir ávallt að vera að berjast fyrir ágæti sínu. Verkefnið er því að skapa saman umhverfi þar sem frumkvæðið er metið og því viðhaldið með því að veita stuðning frá stjórnvöldum. Sá stuðningur getur verið margvíslegur, í gegnum regluverk, greiða götur í gegnum kerfið, veiting upplýsinga, vinnuframlag og fjárstuðningur. Stuðningurinn má ekki vera það lítill að frumkvöðullinn gefist upp, en heldur ekki vera of mikill svo hvatinn til frumkvæðisins dragist ekki saman og allt verði sjálfsagt. Þannig náum við ekki að þróa okkur áfram og ráðstöfum gæðum ekki á ábyrgan hátt. Ljóst er að enn er mikill auður í starfsemi Samhjálpar ónýttur, og það er tækifæri sem stjórnvöld eiga að nýta sér í auknum mæli. Ég vil þakka Samhjálp fyrir sitt óeigingjarna þrotlausa starf við að gera samfélagið Ísland að enn betra samfélagi. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Árlegt Kótilettukvöld Samhjálpar Kótilettukvöldið verður haldið í 13. sinn þann 10. október n.k. Veislan fer fram í Súlnasal Hótel Sögu og húsið opnar klukkan 18 : 30. Sem fyrr verður boðið uppá fjölbreytta skemmtidagskrá. Viðburðurinn er fjáröflunnarkvöld, en allur ágóði rennur til umfangsmikils starfs Samhjálpar. Miðasala hefst 26. ágúst á skrifstofu Samhjálpar í Hlíðarsmára 14, Kópavogi. Allar upplýsingar í síma 561-1000 eða í samhjalp@samhjalp.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=