Samhjalp juli 2019

32 HÖFUNDUR: TRYGGVI MAGNÚSSON Viljumvið ná bata og verða heil? Þ egar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Ég vil halda því fram að allir sem berjast við fíknisjúkdóma óski lausnar frá þeim og vilji finna leiðir til þess að losna. Þessum sjúkdómum fylgir oft svo mikil kvöl og vanlíðan að því verður vart með orðum lýst. Okkar rétta eðli hverfur inn í hyldýpi vondra tilfinninga, dregur mátt úr fólki og lamar. Það getur verið átakanlegt að heyra sögur af því hvert fíknin leiðir manneskjuna og umturnar öllu eðlilegu lífsmunstri. Þessu fylgja gjarnan áföll sem erfitt getur verið að horfast í augu við. Það er erfitt að vera í hlutverki þess sem finnst hann vera undirmálsmanneskja og misheppnaður, en þetta er samkvæmt frásögnum margra þær tilfinningar sem oft verða ráðandi þegar fíknin ræður og stjórnleysið verður allsráðandi. Sumir eiga líka sögur af áföllum sem orðið hafa áður en fíknin tók yfir. Þau eru gjarnan óafgreidd og áhrifin verða ýktari í neyslunni þar sem engar lausnir finnast. Um þetta er meira rætt en áður var og kannski þarf að gefa þessu meiri gaum svo vinnan verði markvissari. Það er hægt að skrifa langar greinar um allt það sem aflaga fer í heljargreipum fíknarinnar, en kannski er betra að einblína á lausnir og betra líf. Mikilvægt er þó að viðurkenna vanda sinn svo um lausn geti orðið að ræða. Hverjar gætu lausnirnar verið? Margir aðilar veita meðferð og ráðgjöf varðandi bata frá alkóhólisma og fíknisjúkdómum. Er mismunandi hvernig því er háttað. Ég get ekki fullyrt hvað sé best og virki helst, enda eru upplifanir okkar sem höfum notið þessarar þjónustu jafn margar og við erum mörg. Það kannski segir okkur að mæta þurfi hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni. Samt er vitað að ef fylgt er ráðleggingum þeirra sem hafa náð tökum á fíkninni og náð bata, þá er mikil von um að árangur náist. Þetta getur reynst erfitt og gengur misvel að tileinka sér megin stef. Við megum hins vegar ekki dæma neinn úr leik þó ekki takist öllum þetta. Það getur nefnilega verið svo erfitt að losna úr margra ára eða ártuga munstri hvað varðar hegðun og framkomu. Ekki sjálfgefið að slíkt takist í fyrst tilraun. Enn og aftur má ekki dæma þá sem illa gengur úr leik. Við þurfum að nota samkennd og samtakamátt til að styðja hvert annað til betra lífs og heilsu. Er ávinningur af því að vera edrú? Það finnst nú langflestum sem auðnast það. Vissulega geta því fylgt mikil átök að læra nýja siði, hegðun og framkomu. Vitað er að þetta getur verið átakamikil vinna til að byrja með, en árangurinn kemur oft furðu fljótt þó að við sjáum það ekki sjálf. Þá er gott að vera í samfélagi við aðra sem láta vita hvað þeir sjá og uppörva okkur. Það er ekki eins manns verk að verða allsgáður, þar þarf að tilheyra samfélagi sem virðir fólk eins og það er, uppörvar, styrkir og sýnir samkennd. Persónulega finnst mér ég hafa öðlast margt gott með allsgáðu lífi og gera margt sem annars hefði ekki komist í verk. Er heldur skárri en þegar fíknin hélt mér föstum. Til uppörvunar má skjóta því inn að þetta lagast með árunum. Góðar stundir og takk fyrir að vera til. Höfundur er umsjónarmaður stuðningsheimila Samhjálpar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=