Samhjalp juli 2019
30 Kísildalur ehf. - Síðumúli 15 - 105 Reykjavík Sími: 517-1150 - www.kisildalur.is - kisildalur@kisildalur.is Ódýrar tölvuviðgerðir hjá tæknimönnum með áratuga reynslu. Varahlutir og íhlutir í allar gerðir af tölvum. Netbúnaður fyrir heimili og fyrirtæki. Fartölvur frá Toshiba, Lenovo, HP og eirum. Borðtölvur, smátölvur og vinnustöðvar. Áratuga reynsla í tölvusamsetningum og sérsmíðuðum tölvum. Við óskum landsmönnum öllum góðs gengis. Aðstandendur Samhjálpar eiga hrós skilið fyrir gott starf. Samfélag er samvinnuverkefni okkar allra og mikilvægt að við styðjum hvert annað. Nýr starfsmaður á skrifstofu Samhjálpar Tekin hefur verið sú ákvörðun að senda reikninga frá Samhjálp nær eingöngu með rafrænum hætti. Reikningar verða því ekki gefnir út á pappírsformi nema þess sé sérstaklega óskað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, styðja starfsemi Samhjálpar á ári hverju. Eðli málsins samkvæmt eru gefnir út reikningar til þeirra aðila sem styðja samtökin með fjárhagslegum hætti. Þessi aðgerð styður við áherslu Samhjálpar í umhverfismálum og dregur úr pappírsnotkun og þeim kostnaði sem henni fylgir. Útgáfu reikninga á pappírsformi hætt Ingibjörg Hlíðkvist Ingadóttir hefur tekið til starfa á skrifstofu Samhjálpar. Hún tekur við starfi skrifstofuritara af Natalie Antonsdóttur sem lét af störfum fyrr í vor. Starf sitt vinnur Ingibjörg í sjálfboðavinnu. Samhjálp þakkar Natalie fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum og samtökin óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi. Um leið bjóðum við Ingibjörgu velkomna til starfa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=