Samhjalp juli 2019

29 Hlaðgerðarkoti var honum þó erfiður og féll hann aftur og aftur. Eitt sinn þegar hann ætlaði að ganga inn á bar í borginni til að fá sér áfengi, stoppaði hann í dyrunum og sagði við sjálfan sig; „Villi, hvað ertu að gera hér?“ Hann sneri við í dyrunum, gekk beint upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu og spurði hvort þeir ættu leið upp í Hlaðgerðarkot. Hann var þá búinn að hringja á undan sér og voru opnar dyr fyrir hann að komast þar inn. Svo vel vildi til að lögreglan var þá einmitt að fara upp eftir með skjólstæðing og fékk Villi far með þeim. Sú dvöl varð hans viðsnúningur. Hann hleypti Guði inn í líf sitt og í framhaldinu tók hann svo skírn í Fíladelfíu í ágúst 1984. Fljótlega upp úr því fór hann ásamt vini sínum, Þóri Haraldssyni, sem hann hafði kynnst í Hlaðgerðarkoti, að ferðast um landið sem sölumaður fyrir Samhjálp. Í einni söluferð þeirra haustið 1986 komu þeir til Egilsstaða og þar hitti hann konuna með síða svarta hárið. Þau endurnýjuðu kynnin frá Hábæ, sem varð til þess að þau byrjuðu náið samband og hófu í framhaldinu búskap árið 1987 í Reykjavík. Þau giftu sig 10. júní 1995. Haustið 1996 hringdi þáverandi forstöðumaður Samhjálpar, Óli Ágústsson, í Villa og bauð honum starf umsjónarmanns í Hlaðgerðarkoti. Villi tók starfið og vann þar til ársins 2004 þegar hann tók við sem umsjónarmaður á heimilinu að Miklubraut 20, sem Samhjálp rak þá fyrir Reykjavíkurborg. Villi starfaði í 15 ár hjá Samhjálp. Hann lét af störfum í nóvember 2011 vegna veikinda, en hann hafði þá greinst með lungnakrabbamein. Upp frá því var hann heilsutæpur og náði sér aldrei aftur. Hann fór í lungnaaðgerð árið 2012. Aðgerðin gekk vel, en hann veiktist eftir síðustu lyfjameðferðina og hrakaði heilsu hans mjög og var síðasta ár honum mjög erfitt. Í stuttu máli má lýsa Villa á eftirfarandi hátt: hann var fyrst og fremst Íslendingur, nr. 2 Akureyringur, nr. 3 Þórsari og nr. 4 maðurinn hennar Dísu. Hann var ljúfur, hann elskaði að lesa ljóð og bækur, enda voru til yfir þúsund bækur á heimili þeirra og hafði hann lesið þær allar og sumar tvisvar. Einu bækurnar sem hann las Jóginn skynjar sjálfan sig í sálu hverrar veru og allar verur í sálu sinni - Bhagavad Gita Skipholt 50 C www.jogasetrid.is ekki voru matreiðslubækurnar hennar Dísu. Vilhjálmur eignaðist lifandi trú á frelsarann Jesú Krist sem varð honum mikið gæfuspor. Hann rækti vel trúna og kristilegar samkomur og þá sér í lagi Samhjálparsamkomur á fimmtudögum meðan heilsa hans leyfði. Vilhjálmur lést þann 26. maí 2018 og fór útförin fram frá Fíladelfíu í Reykjavík 12. júní það ár. Samhjálp óskar Dísu eiginkonu hans Guðs blessunar og styrk í ástvinamissinum. Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=