Samhjalp juli 2019
28 S trax frá barnæsku hafði Villi, eins og hann var gjarnan kallaður, mikinn áhuga á landafræði og sögu og þekkti hann lönd og eyjar víða um heiminn. Villi vann ýmis störf um ævina, á sjó, í vegavinnu og á síldarplönunum á Seyðisfirði og Raufarhöfn. Seinna meir var hann á vertíðum í Sandgerði og víðar um land. Undir tvítugt fór hann að hallast að flöskunni sem varð til þess að hann fór fljótt út af sporinu. Á þessum árum vandi Villi komu sína í Hábæ, sem var krá efst á Skólavörðustígnum, en þar kom hin svokallaða ´68 kynslóð reglulega saman - sem Villi féll vel inn í, enda var hann hippi á þessum árum. Hann var mjög vinstrisinnaður og hafði róttækar skoðanir á þessum tíma, enda lá hann ekki á skoðunum sínum og þá sérstaklega þegar hann var undir áhrifum áfengis. Það var svo í Hábæ árið 1971 sem hann í fyrsta sinn sá Dísu sína, Herdísi Eyþórsdóttur. Hún hafði þá mikið svart og sítt hár sem Villa geðjaðist mjög að. Í hvert sinn sem Dísa var í Hábæ kom hann til hennar og tók utan um síða hárið og spurði hana hvort hann mætti eiga hárið hennar. Dísu féll þetta illa og neitaði því í hvert sinn, enda fór hann mikið í taugarnar á henni. Vinkona Dísu sagði eitt sinn við hana að hann ætti örugglega eftir að verða maðurinn hennar, en hún svaraði um hæl að „þótt hann yrði síðasti maðurinn á jörðinni skyldi það aldrei verða.” Áfengisneysla hans ágerðist og hann sökk dýpra og dýpra í fúafen neyslunnar. Hann fór að leita sér hjálpar og fékk inni á ýmsum meðferðarstofnunum. Þegar hann komst svo inn á Gunnarsholt fór loks að rofa til hjá honum og í framhaldi af því fór hann á Hlaðgerðarkot sem varð hans gæfa. Fyrsti tíminn í Minningarorð Vilhjálmur Friðþjófsson fæddist þann 19. ágúst 1947 að Gránufélagsgötu 57 á Akureyri eða Norðurpólnumeins og húsið hét. Foreldrar hans voru hjónin Friðþjófur Gunnlaugsson, skipstjóri frá Hjalteyri í Eyjafirði, og Steinunn Konráðsdóttir, húsmóðir frá Hafralæk í Aðaldal. Góður starfsmaður Samhjálpar til margra ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=