Samhjalp juli 2019
27 Sterk, snörp og skemmtileg – það er Lota LOTA verkfræði- og ráðgjafarstofa er meðal fram- sæknustu þekkingarfyrirtækja á Íslandi og tekst á við fjölda stórra verkefna hérlendis og erlendis. Samhentur hópur starfsfólks hefur að leiðarljósi fagmennsku, öryggi og þjónustulund. Vinnustaðurinn snýst um starfsfólkið og góðan anda. Hjá LOTU er mikið lagt upp úr að veita góðan aðbúnað og andrúmsloft á vinnustaðnum. Þetta látum við kristallast í okkar gildum. Guðríðarstíg 2-4 113 Reykjavík lota@lota.is www.lota.is Sími 560 5400 Pökkunarlausnir Örugg pökkun verðmæta Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is VÖRULISTI Oddfellow-reglan hefur stutt myndarlega við uppbygginguna í Hlaðgerðarkoti á liðnum árum og enn bætist í. Fyrr í vor gáfu Oddfellowar í Reykjavík Samhjálp veglega sófa og stóla til að hafa í setustofu Hlaðgerðarkots. Þessi vönduðu húsgögn, sem vart sér á, voru áður í setustofum Oddfellow-hússins, en munu nú nýtast vel gestum og gangandi í Hlaðgerðarkoti. Eldri húsgögn í setustofunni voru úr sér gengin og komu á sínum tíma frá Sölu varnarliðseigna á Keflavíkurflugvelli. Samhjálp færir Oddfellow-reglunni bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning í garð Samhjálpar og Hlaðgerðarkots. Gáfu sófa og stóla í Hlaðgerðarkot Starfsmenn Canopy by Hilton Reykjavik hótelsins komu færandi hendi á Kaffistofu Samhjálpar fyrr í sumar og höfðu þá eldað 150 lítra af súpu fyrir skjólstæðinga Kaffistofunnar. Töluvert er um að fyrirtæki og starfsmenn þeirra færi Kaffistofunni 150 lítrar af súpu sambærilegar gjafir, hvort sem er í formi matvæla, gjafa eða vinnuframlags, og eru þær allar til þess fallnar að styðja frekar við starf Kaffistofunnar. Samhjálp þakkar starfsmönnum Canopy hótelsins fyrir sitt framlag og hlýjan hug í garð Samhjálpar og skjólstæðinga Kaffistofunnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=