Samhjalp juli 2019

26 Starfsmenn félagsmálaráðuneytisins heimsóttuHlaðgerðarkot Þau Erna Kristín Blöndal, sem nýlega var skipuð skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, og Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur á sömu skrifstofu, heimsóttu Hlaðgerðarkot í byrjun júlí. Á móti þeim tóku Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri, og Guðmundur Sigurbergsson, fjármálastjóri, auk starfsfólks í Hlaðgerðarkoti, og fengu þau kynningu á starfseminni í Hlaðgerðarkoti og þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á svæðinu. Eðli málsins samkvæmt vinnur Samhjálp Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur tilkynnt stjórn að hann hyggist láta af störfum á árinu fyrir aldurs sakir. Hann mun að öllum líkindum láta af störfum um miðjan október. Að því tilefni voru honum færð blóm á nýlegum aðalfundi Samhjálpar sem jafnframt er hans síðasti. Vörður Leví hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2014 en hann var áður forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu jafnframt því sem hann sat í stjórn Samhjálpar. Auglýst hefur verið eftir nýjum framkvæmdastjóra er stendur ráðningarferli nú yfir. Vörður Leví lætur af störfum náið með félagsmála- og heilbrigðisráðuneytinu og eru heimsóknir sem þessar því kærkomnar og gagnlegar báðum aðilum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þau Ernu Kristínu og Þór með Verði Leví.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=