Samhjalp juli 2019
25 framlengd fram yfir áramót, þar sem illa gekk að finna hentugt húsnæði undir starfsemina. Ragnheiður Björg Svavarsdóttir er nú umsjónarmaður Sporsins. Algengt er að þeir sem náð hafa góðum bata og sýnt viljann í verki færi sig síðar yfir á áfangaheimilið Brú, þar sem þeir geta dvalið í allt í tvö ár. Rekstur Brúar gekk vel á árinu, nokkur ásókn er í íbúðir þar og þær standa sjaldan tómar. Áfangaheimilið við Miklubraut 18 er rekið samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg og í góðu samstarfi við félagsþjónustu borgarinnar. Starfið á áfangaheimilinu gekk vel á árinu, en þar búa að jafnaði átta karlmenn. Nokkur velta var á íbúum á árinu, þar sem sumir skjólstæðingar fóru í sjálfstæða búsetu, sem er einmitt markmiðið með starfi áfangaheimilisins, þ.e. að búa þá undir að standa á eigin fótum á ný. Í desember 2017 var gerður samningur við Kópavogsbæ um rekstur nýs stuðnings- og áfangaheimilis á Nýbýlavegi, og var árið 2018 því fyrsta heila rekstrarár heimilisins. Þar er rými fyrir átta einstaklinga. Þetta áfangaheimili er frábrugðið öðrum áfangaheimilum Samhjálpar að því leyti að ekki eiga allir íbúar við fíkniefnavanda að stríða, heldur hafa sumir íbúar heimilisins orðið utanveltu af öðrum ástæðum. Samsetning íbúa hefur þó gefist vel og markmið heimilisins er að valdefla íbúa og auka færni þeirra almennt, svo að þeir geti komist í sjálfstæða búsetu að lokinni dvöl. Fjöldi heimsókna á Kaffistofu óbreyttur Heildarfjöldi heimsókna á Kaffistofu Samhjálpar var um 67.500 á árinu 2018, sem er nær sami fjöldi og árið áður. Sé litið lengra aftur í tímann, þó ekki nema um 3-4 ár, hefur heimsóknum þó fjölgað allverulega. Kaffistofan er opin alla daga ársins, einnig yfir hátíðir á borð við jól og páska og gekk rekstur hennar vel á árinu 2018. Róbert Gunnarsson matreiðslumaður lét af störfum á árinu og tók Sædís Hafsteinsdóttir við sem umsjónarmaður Kaffistofunnar haustið 2018. Líkt og fyrir ár naut Kaffistofan starfskrafta ýmissa sjálfboðaliða. Þá eru að jafnaði nokkrir einstaklingar að störfum sem eru að sinna samfélagsþjónustu eða að ljúka afplánun á Vernd, og hefur það samstarf gefist vel fyrir alla aðila í gegnum árin. Þá naut Kaffistofan mikillar velvildar hinna ýmsu fyrirtækja og hópa sem létu gott af sér leiða á árinu, þá sérstaklega í aðdraganda jóla. Öflugt fjáröflunarstarf Samhjálp rekur öflugt fjáröflunarstarf til að standa undir daglegum rekstri og þeim úrræðum sem standa skjólstæðingum samtakanna til boða. Þar má fyrst nefna nytjamarkað sem rekinn er í Ármúla. Veltan á árinu var hærri Hagnaður Samhjálpar jókst ámilli ára Hagnaður af starfsemi Samhjálpar árið 2018 nam um 13,2 m.kr., samanborið við 7,9 m.kr. árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam um 23 m.kr., samanborið við 14,7 m.kr. árið 2017. Tekjur samtakanna námu 307 m.kr. árið 2018, en 269,8 m.kr. árið 2017 og jukust því um rúmar 37 m.kr. á milli ára. Rekstrarkostnaður jókst um tæpar 30 m.kr. á milli ára, nam um 281,8 m.kr. á árinu 2018 og 252,2 m.kr. árið áður. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður samtakanna, um 175 m.kr., og jókst um tæpar 17 m.kr. á milli ára. Eigið fé samtakanna var í árslok um 171,5 m.kr., samanborið við 144 m.kr. árið áður. Vaxtaberandi skuldir jukust um 20 m.kr., en á árinu var tekið 25 milljóna króna framkvæmdalán, og námu í árslok um 62 m.kr. Handbært fé í árslok var um 28,8 m.kr. Ársreikningur Samhjálpar er endurskoðaður af KPMG. en árið áður. Nytjamarkaðinum berst alla jafna töluvert af varningi, en nokkur vinna fer í það að flokka hvað kann að vera nýtanlegt og hvað ekki. Líkt og Kaffistofan nýtur nytjamarkaðurinn einnig aðstoðar einstaklinga í samfélagsþjónustu. Aðrir mikilvægir þættir í fjáröflunarstarfi Samhjálpar eru meðal annars hið árlega Kótilettukvöld, sem síðustu ár hafa verið haldin á Hótel Sögu. Um 300 manns sóttu viðburðinn í fyrra og var uppselt líkt og fyrri ár. Samhjálp stendur einnig fyrir sölu á happdrættismiðum, merkjum, pennum og öðrum varningi. Þá er vert að taka fram að í tilefni af 45 ára afmæli Samhjálpar voru framleiddir fallegir pennar merktir samtökunum og afmælisári. Þá rekur Samhjálp sitt eigið símaver og loks má nefna útgáfu Samhjálparblaðsins sem er liður í fjáröflunarstarfi samtakanna. Allir þessir þættir gengu vel á árinu 2018. 2018 2017 2016 Legudagar í Hlaðgerðarkoti: 8.030 8.030 9.568 Fjöldinýrra innlagnaáárinu:* 196 180 288 Fjöldi karla: 115 110 183 Fjöldi kvenna: 81 70 105 Aldursskiptingskjólstæðinga 2018 2017 2016 Undir 20 ára: 22 10 7 20 - 29 ára: 67 83 118 30 - 39 ára: 57 50 74 40 - 49 ára: 21 24 59 50 - 59 ára: 16 12 33 60 ára og eldri 12 7 25 Fjöldi einstaklinga sem ekki var hægt að veita innlögn: 2018 2017 2016 2015 665 679 592 476 * Vegna lengingar meðferðardvalarinnar sem gerð var 1. mars 2017, úr sex vikum í þrjá mánuði, fækkaði innlögnum frá því sem áður var. Tölur úr Hlaðgerðarkoti 2018
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=