Samhjalp juli 2019
24 Merkilegumáfanga náð árið 2018 Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, kynnti skýrslu framkvæmdastjóra á aðalfundi samtakanna sem fram fór þann 29. apríl 2019. Hér verður fjallað umhelstu atriði skýrslunnar og hið umfangsmikla starf Samhjálpar á árinu 2018. S tórum áfanga var náð þegar nýtt og glæsilegt hús var tekið í notkun í Hlaðgerðarkoti í desember 2018. Með húsinu, sem inniheldur fjölnota sal, nýtt og glæsilegt eldhús og aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðing, lýkur fyrsta áfanga uppbyggingar á bættri aðstöðu í Hlaðgerðarkoti, en þegar hefur verið hafist handa við annan áfanga (eins og fjallað er um hér framar í blaðinu). Framkvæmdirnar njóta stuðnings fjölmargra aðila, þó aðallega fyrirtækja sem mörg hver hafa útvegað fjármagn, tæki og efni, mannskap og þannig mætti áfram telja – að viðbættum rausnarlegum styrkjum félagasamtaka og einstaklinga sem bera hlýjan hug til Samhjálpar og Hlaðgerðarkots. Að öðrum ólöstuðum ber helst að nefna ríflega fjárstyrki frá Oddfellow- stúkum og líknarsjóðum Oddfellow sem stutt hafa við uppbygginguna með afar myndarlegum hætti. Í mars 2017 var meðferð skjólstæðinga Hlaðgerðarkots breytt með þeim hætti að meðferðin var lengd úr sex vikum í þrjá mánuði (og lengur eftir þörfum). Það gerir það að verkum að færri einstaklingar fara í gegnum meðferð, en árangurinn er sýnilega mun betri. Haldnir eru vikulegir fundir þar sem gestafyrirlesarar koma, en jafnframt eru haldnir Tólf spora fundir flesta daga vikunnar. Hverjum einstakling sem lýkur meðferð er ætlað að finna sér í AA samtökunum trúnaðarmann sem hann eða hún sækir AA fundi með eftir sex vikur í meðferð. Hér á síðunni má sjá tölur um innlagnir og fleira í starfi Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti. Eins og sjá má fjölgaði innlögnum lítillega á milli ára, en þeim hefur fækkað allverulega frá árinu 2016 samhliða fyrrnefndum breytingum á tímalengd meðferða. Áfram eru fleiri karlar sem sækja meðferð, og líkt og fyrri ár eru flestir skjólstæðingar á þrítugsaldri, eða um þriðjungur allra skjólstæðinga. Þó er vert að vekja athygli á því að fjöldi skjólstæðinga undir tvítugu tvöfaldaðist á milli ára, voru 22 í fyrra en 10 árið áður. Alls eru um 75% allra skjólstæðinga undir fertugu. Eins og jafnframt má sjá í töflunni var fjöldi þeirra sem ekki var hægt að veita innlögn 665 á síðasta ári, sem er lítilsháttar fækkun á milli ára. Góður gangur á áfangaheimilum Samhjálp rekur fjögur áfangaheimili sem öll eru mikilvægur þáttur í starfi samtakanna. Þar stíga einstaklingar, sem í flestum tilvikum hafa lokið meðferð, sín fyrstu skref í samfélaginu og njóta til þess stuðnings ýmissa aðila, s.s. starfsmanna Samhjálpar, félagsmálayfirvalda og fleiri. Áfangaheimilið Sporið var rekið með venjubundnum hætti á árinu 2018. Inn á Sporið koma þeir sem lokið hafa meðferð og sýna vilja til þess að halda sér edrú og komast aftur út í samfélagið sem virkir samfélagsþegnar. Ætlast er til þess að íbúar Sporsins fari eftir ákveðinni áætlun, sem meðal annars felur í sér að sækja morgunfundi, AA fundi og vinni eftir Tólf spora kerfi AA samtakanna. Sporið var til húsa að Vagnhöfða í Reykjavík, en um mitt ár var leigusamningi sagt upp af eiganda hússins. Áætlað var að flytja úr húsinu fyrir 1. nóvember 2018, en leigan fékkst Davíð Örn Sveinbjörnsson hrl., sem verið hafði formaður stjórnar Samhjálpar sl. tvö ár, sagði sig úr stjórn vegna anna og við formennsku tók Guðfinna Helgadóttir sem setið hefur í stjórn Samhjálpar um árabil. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Þóra Gréta Þórisdóttir, Hafliði Kristinsson, Valgerður H. Jensen og Eygló Harðardóttir, fv. ráðherra, sem kom ný inn í stjórn Samhjálpar á liðnu ári. Nýr formaður stjórnar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=