Samhjalp juli 2019

22 H ið árlega Kotmót verður haldið dagana 1. - 5. ágúst. Kotmót er kristileg fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um verslunarmannahelgi og verður nú haldin í 70. sinn. Gestur Kotmóts 2019 er John Mark Comer, einn forstöðumanna Bridgetown A Jesus Church í Portland í Bandaríkjunum. Hann er höfundur fjölmargra bóka og einn þeirra sem standa á bak við vefsíðuna practicingtheway.org. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Til viðbótar við samkomur, kvikmyndasýningar og fræðslufundi verða haldnir kántrýtónleikar með Kotmót 70 ára Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa tónlistarmanninum KK og Kristine Bærendsen, auk þess sem sænski tónlistarmaðurinn Samuel Ljungblahd mun halda tónleika. Samhliða dagskrá Kotmóts er til staðar þétt dagskrá á Barnamóti sem ætlað er börnum sem fædd eru frá 2007 - 2016. Börnum er skipt upp eftir aldri og eru yngri börn velkomin í fylgd með foreldrum. Einnig verður í boði sérstök dagskrá fyrir unglinga sem og aðrir fjölbreyttir viðburðir, svo sem Karnival sem haldið er á Hvolsvelli og er öllum opið. Öll aðstaða í Kirkjulækjarkoti er til fyrirmyndar. Örkin (gamla tívolíhúsið í Hveragerði) hefur tvo stóra sali auk miðrýmis þar sem er veitingastaður, sjoppa og góð aðstaða til borðhalds. Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu, en einnig er hægt að leigja sér herbergi í svefnskála á svæðinu. Nánari dagskrá má finna á vef Kotmótsins, kotmot. is. Að venju verður boðið upp á AA-fundi á meðan á Kotmóti stendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=