Samhjalp juli 2019

Mikilvægum áfanga enduruppbyggingarinnar var náð í byrjun maí þegar bílastæðið í Hlaðgerðarkoti var malbikað. Starfsmenn frá malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas sáu um að malbika bílastæðin, en það voru Stapar verktakar sem sáu um jarðvegsskipti og annan undirbúning. BM Vallá gaf hleðslusteina sem aðskilja bílastæðið frá öðrum jarðvegi. Um 100 tonn af malbiki fóru í planið, en bílstjórar frá Vörubílastöð Hafnafjarðar gáfu allan akstur í verkið. Lóðina hannaði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Rétt er að geta þess að Samhjálp barst góður styrkur frá Oddfellow-reglunni til að ljúka verkinu og þá sérstaklega frá stúkunni Þormóði goða nr. 9 sem gaf veglega til framkvæmdanna. Öllum þeim aðilum sem koma að verkinu eða styrktu það með öðrum hætti eru færðar bestu þakkir fyrir. Bílaplanið malbikað Merkir áfangar við enduruppbyggingu í Hlaðgerðarkoti: • 21. nóvember 2015 – Landssöfnun á Stöð 2. Alls safnast um 85 m. kr. í áheitum og framlögum. Í framhaldinu hefst undirbúningur að byggingunni. • 26. október 2016 – Fyrsta skóflustungan tekin af þeim Verði Leví Traustasyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar, og Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra í Mosfellsbæ. • Nóvember 2016 – Uppgröftur hefst. • Sumar 2017 – Lokið við að steypa upp inn- og útveggi. Þak sett á húsið. Gluggar settir í, þeir glerjaðir. • 18. október 2017 – Reisugildi haldið. Byggingin orðin fokheld. • Vetur 2017/18 – Hitalagnir lagðar, áfram unnið að innréttingum og frágangi. • Haust 2018 – Unnið að uppsetningu nýs eldhúss í nýju byggingunni. • 8. desember 2018 – Nýr fjölnota salur og eldhús ásamt aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðing tekin í notkun við hátíðlega athöfn. • Byrjun árs 2019 – Framkvæmdir við annan áfanga hefjast, í suðurbyggingu þar sem áður voru eldhús, herbergi og kapella. • Sumar 2019 – Stefnt er að því að taka í notkun ellefu herbergi í suðurbyggingunni. Í raun má segja að hvert herbergi sé eins hótelherbergi. Flest herbergin eru tveggja manna herbergi með sér snyrtiaðstöðu. Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, færði skrifstofu sína tímabundið í þessa litlu gröfu til að sinna jarðvegsvinnu. Búið er að setja upp veggi fyrir 11 herbergi þar sem áður voru eldhús, matsalur og kapella. Eins og sést á myndinni er búið að setja upp loftræstingu út frá hverju baðherbergi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=