Samhjalp juli 2019

20 F ramkvæmdir við frekari uppbyggingu í Hlaðgerðarkoti halda áfram af fullum krafti. Fyrsta áfanga uppbyggingaráætlunarinnar er nú lokið, eins og fjallað hefur verið um í þessu blaði, með byggingu nýs húsnæðis fyrir fjölnota sal, eldhús og fylgirými, alls um 330 m², sem nú hafa verið tekin í notkun. Það húsnæði tengir saman tvær byggingar sem fyrir voru í Hlaðgerðarkoti. Önnur þeirra, svokölluð suðurbygging, sem stendur á tveimur hæðum, er nú undir framkvæmdum. Eldhúsið í nýju byggingunni teygir sig að hluta til inn á neðri hæð eldri suðurbyggingarinnar, þar sem áður var geymsla. Á efri hæðinni er nú búið að reisa ellefu herbergi á þeim stað sem eldhús, matsalur og kapella voru áður. Eins og fram kom í síðasta blaði var gert ráð fyrir níu tveggja manna herbergjum með sameiginlegum salernis- og baðherbergjum á hæðinni, en þeim hefur nú verið fjölgað í sextán, hvert með sér baðherbergi, þar sem öll hæðin verður nýtt. Samhliða því sem ný herbergi eru innréttuð á hæðinni er skipt um allar lagnir í húsinu. Eðli málsins samkvæmt eru lagðar nýjar lagnir, þar sem sér snyrti- og baðherbergi fylgir hverju þessara sextán herbergja. Þá er verið að endurnýja allt hita- og ofnakerfi í húsinu sem og raflagnir og brunaviðvörunarkerfi. Síðustu vikur hafa blikksmiðir unnið hörðum höndum að því að koma upp loftræstingu út frá hverju baðherbergi og er þeirri vinnu svo gott sem lokið. Herbergin munu uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru með tilliti til brunavarna og annarra byggingarreglugerða. Í framhaldinu stendur til að skipta um glugga í öllu húsinu. Gert er ráð fyrir að hæðin muni vista um 30 manns þegar framkvæmdum er lokið. Næsta skref, þegar fjármagn leyfir, verður að innrétta fleiri herbergi þar sem nú er íbúð í suðurenda byggingarinnar. Sú íbúð var áður notuð af starfsmönnum Hlaðgerðarkots, en stendur nú auð. Samkvæmt upphaflegum áætlunum við enduruppbyggingu Hlaðgerðarkots stóð til að rífa elsta húsið á svæðinu og reisa nýtt. Í húsinu eru nú herbergi skjólstæðinga, skrifstofur og setustofa fyrir starfsmenn. Þær áætlanir eru nú í endurskoðun og munu taka mið af ástandi hússins og þeim möguleikum sem í boði kunna að vera fyrir nýtingu þess. Annar áfangi langt kominn Það er töluverður munur á bílastæðinu í Hlaðgerðarkoti eftir að það var malbikað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=