Samhjalp juli 2019

18 R eykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 24. ágúst, og er þetta í 36. sinn sem hlaupið fer fram. Alls hlupu 24 einstaklingar til styrktar Samhjálp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í fyrra. Met var slegið í söfnun áheita og þar var Samhjálp ekki undanskilin. Alls söfnuðust um 600 þúsund krónur til styrktar starfi Samhjálpar. Nú hafa nokkrir hlauparar skráð sig á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og enn er hægt að skrá sig til þátttöku. Sem fyrr segir var í fyrra slegið met í söfnun áheita. Þá söfnuðust um 157 milljónir kr. til 175 góðgerðarfélaga, sem er nýtt met og jókst um 32% frá fyrra ári. Heildarupphæð áheita, sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst, er nú komin yfir 820 milljónir. Þegar Samhjálparblaðið fór í prentun hafði Óskar Þór Guðmundsson safnað mestum áheitum fyrir Samhjálp, en hann mun hlaupa 10 km. Í kynningartexta sínum segir Óskar Þór að Samhjálp hafi Hlauparar styrkja Samhjálp Hægt er að leggja Samhjálp liðmeð því að heita á hlaupara semhlaupa til styrktar Samhjálp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer þann 24. ágúst. Stefanía Óskarsdóttir hljóp í fyrra 10 km. ásamt föður sínum, Óskari Þór Guðmundssyni, sem nú hefur skráð sig til leiks á ný og ætlar að hlaupa til styrktar Samhjálp. bjargað lífi dóttur hans og nú vilji hann hjálpa Samhjálp að bjarga öðrum. Þess má til gamans geta að Óskar Þór ætlar að gera gott betur, því hann ætlar sér að hjóla yfir hálendið áður en hlaupið hefst, þar sem hann er búsettur á Austurlandi. Dóttir hans, Stefanía, sagði sögu sína í páskaútgáfu Samhjálparblaðsins í fyrra. Þegar Stefanía kom í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir um þremur árum hafði hún verið í harðri neyslu vímuefna um árabil. Nú lifir hún heilbrigðu lífi með fjölskyldu sinni. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 geta einstaklingar valið um fimm vegalengdir: maraþon (42,2 km.), hálfmaraþon (21,1 km.), tíu kílómetra hlaup, þriggja kílómetra hlaup og loks 600 metra skemmtiskokk. Samhjálp hvetur sem flesta til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Líkt og í fyrra er hópur landsþekktra leikara í forsvari fyrir hlaupastyrk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=