Samhjalp juli 2019

17 Kornelíus var einn af þeim sem byggðu húsið sem nú er undir framkvæmdum árið 1984, en bygging þess tók þá um tvö ár. Hann lét af störfum fyrir um þremur árum en starfar nú í sjálfboðastarfi í Hlaðgerðarkoti. Þeir félagar mæta harðduglegir í Hlaðgerðarkot alla virka daga. Rétt á eftir kemur vörubíll frá BM Vallá með hellur sem fyrirtækið hefur gefið Hlaðgerðarkoti og stendur til að leggja á milli hins malbikaða bílastæðis og húsanna. Í stuttu máli, það iðar allt af lífi á svæðinu. Kunna vel við sig í kyrrðinni Ritstjóri blaðsins tilkynnir Kornelíusi að til standi að fjalla um þá í Samhjálparblaðinu, jafnvel þó svo að hann viti að þeir séu lítt gefnir fyrir athyglina. „Við kunnum ágætlega við okkur hér í kyrrðinni og látum ekki mikið fyrir okkur fara,“ svarar Kornelíus að bragði, en býður upp á sýningartúr um húsið. Hér er um að ræða efri hæð á svokallaðri suðurbyggingu, þar sem áður var matsalur, eldhús, kapella og örfá herbergi fyrir vistmenn. Allt þetta er nú farið, og búið er að reisa fjölda herbergja á sama stað. Það eina sem eftir stendur af gömlu hæðinni er lítil íbúð í enda hennar, þar sem framkvæmdastjóri Samhjálpar bjó á árum áður og hefur síðustu ár verið nýtt undir starfsmenn. Hún verður þó bráðlega látin víkja fyrir herbergjum vistmanna sem taka munu alla þessa hæð. Þess má til gamans geta að Kornelíus var einn af þeim sem byggðu þetta hús árið 1984, en bygging þess tók þá um tvö ár. „Þetta er gefandi og eitthvað sem maður hefur gaman af að gera,“ segir Kornelíus aðspurður um það hvað það sé sem fái menn til að skuldbinda sig í sjálfboðastarf eins og um sé að ræða fulla vinnu. „Maður sér tilgang með þessu eins og öðru. Það er ágætt að geta skilað af sér góðu verki til samfélagsins á meðan maður hefur heilsu og getu til. Maður er stundum þreyttur í lok dags, eins og maður væri eftir vinnu annars staðar, en þó ekki meira en það og alltaf tilbúinn í næsta dag. Amma gamla sagði alltaf að vinnan dræpi engan, en það gæti iðjuleysi þó gert. Sumir fara í golf eða finna sér áhugamál. Það er ekkert nema gott um það að segja, en þetta er það sem ég valdi að sinna.“ Í þeim orðum kemur Jóhannes og lætur vita að nú sé að koma matur, enda farið að nálgast hádegi. Ritstjóri stenst þó ekki freistinguna að spyrja hann að því sama, hvað það sé sem keyri menn áfram til að sinna svona verkefni af heilum hug og skilvirkni. „Maður er svo sem kominn út yfir allan aldur, en Guð hefur gefið manni góða heilsu,“ segir Jóhannes háum rómi. „Ef maður er hættur að vinna en hefur heilsuna til að halda áfram, þá lít ég þannig á að það sé gott að vinna að einhverju sem gerir gagn og hefur tilgang fyrir aðra. Þetta er bara mitt hlutverk núna, að launa fyrir það sem ég hef fengið, góða heilsu og gott líf. Ég get gert það með þessum hætti og hef gaman af.“ Kornelíus tekur undir þetta og bætir við því sem kannski fangar alla þessa þætti: „Það fólk sem hingað kemur þarf á því að halda að það sé vel tekið utan um það. Við erum ekki í því, en við getum byggt utan um það, og það er það sem við gerum.“ „Það fólk semhingað kemur þarf á því að halda að það sé vel tekið utan umþað. Við erumekki í því, en við getumbyggt utan umþað, og það er það semvið gerum.“ “

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=