Samhjalp juli 2019
16 Þ ær framkvæmdir og sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Hlaðgerðarkoti síðustu ár hafa ekki farið fram hjá lesendum Samhjálparblaðsins. Ekkert gerist þó af sjálfu sér. Fjölmörg fyrirtæki hafa styrkt uppbygginguna, ýmist með fjárframlögum, efni og birgðum eða mannskap. Hópur sjálfboðaliða hefur gefið vinnu sína vegna ýmissa verkefna er snúa að framkvæmdinni og þannig mætti áfram telja. Hér á síðum Samhjálparblaðsins hefur verið fjallað um og rætt við Magnús Sædal Svavarsson, byggingarstjóra í Hlaðgerðarkoti, sem gefið hefur alla sína vinnu, og það hefur Guðmundur Gunnlaugsson, arkitekt hjá Archus arkitektum, sem teiknaði húsið, einnig gert. Að öðrum ólöstuðum eru þó tveir einstaklingar sem hafa drifið verklegar framkvæmdir í Hlaðgerðarkoti áfram. Það eru þeir Kornelíus Traustason, húsasmíðameistari, og Jóhannes Óskarsson, rafvirki. Þeir hafa nú á fjórða ár starfað í sjálfboðavinnu uppi í Hlaðgerðarkoti, og líklega er óhætt að segja að framkvæmdirnar Jóhannes segir að á meðan hann hafi heilsuna líti hann þannig á að það sé hans hlutverk að launa það með vinnuframlagi sínu. væru skemur á veg komnar ef þeirra nyti ekki við. Þeir eru mættir klukkan átta á morgnana og vinna fram á síðdegi alla virka daga. Báðir eru þeir komnir á eftirlaun, Kornelíus fyrir tæpum fjórum árum og Jóhannes fyrir níu árum. Rétt er að geta þessi að þrír einstaklingar í viðbót koma af og til í sjálfobðavinnu. Þeir Bragi Fannbergsson , Vilhjálmur Kyvik og Sigþór Ágústsson rafvirki, hafa einnig gefið vinnu sína við uppbygginguna í Hlaðgerðarkoti. Sigþór starfar á fraktskipum Eimskipafélagsins, en gefur vinnu sína í Hlaðgerðarkoti þegar hann er í frí frá sjónum. Það er ljóst að ritstjóri Samhjálparblaðsins er að trufla vinnandi menn þegar hann gerir sér ferð upp í Hlaðgerðakot að hitta þá Kornelíus og Jóhannes í lok júní. Malarvegurinn sem liggur af Þingvallaleiðinni er blautur eftir fyrstu alvöru rigningardaga sumarsins, en miklu munar um að búið sé að malbika bílastæðið í Hlaðgerðarkoti, eins og fjallað er um á öðrum stað í blaðinu. Fyrir utan standa bílar starfsmanna í bland við bíla iðnaðarmanna. Þeir Kornelíus Traustason og Jóhannes Óskarsson hafa staðið vaktina, svo vægt sé til orða tekið, við framkvæmdir og uppbyggingu nýs meðferðarkjarna í Hlaðgerðarkoti. Alla sína vinnu inna þeir af hendi í sjálfboðastarfi. Sumir fara í golf, við kusumað gera þetta
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=