Samhjalp juli 2019
11 tíma. Fyrst um sinn, þegar hún var innan um fólk, áttu hún erfitt að mynda augnsamband við fólk því hún upplifði mikla skömm.“ „Ég skammaðist mín fyrir að vera móðir í neyslu. Það er mjög erfitt að upplifa það. Ég þurfti á ákveðnum tímapunkti, eftir að ég lauk meðferð, að hætta að berja mig niður fyrir allt sem ég hafði gert rangt. Það er ákveðið flækjustig að vera hættur að lifa því lífi sem ég lifði, en halda samt í skömmina og vera alltaf að velta fyrir sér hvað aðrir séu að hugsa. En það kom með tímanum,“ segir Ragnheiður. Þú nefndir hér áðan konuna á AA fundinum sem talaði um öll árin sem hún missti af. Lítur þú á árin sem liðin eru sem glataðan tíma? Nei, það er til einskis að líta í baksýnisspegilinn. Það gagnast okkur ekkert, en við nýtum reynsluna sem við höfum til að gera lífið betra á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Aðspurð segir hún lífið í dag ekki vera baráttu við að halda sér edrú. „Alls ekki, ég upplifi mikið þakklæti að vera komin á þennan stað. Ég næ að njóta lífsins mjög mikið, litlu hlutanna sem maður upplifði ekki áður,“ segir Ragnheiður. „En lífið er allskonar og það á við um alla. Við eigum öll okkar daga, en nú hef ég reynslu og þekkingu til að takast á við það, en umfram allt frið. Líf mitt er gott í dag. Áður hafði ég engan lífsneista og man í raun ekki eftir því að hafa nokkurn tímann haft hann áður um ævina. Hann er til staðar í dag.“ Hér á síðum Samhjálparblaðsins hafa birst ýmsar frásagnir og viðtöl við einstaklinga sem farið hafa til heljar og til baka, ýmist vegna áfengisneyslu eða neyslu annarra vímuefna. Í mörgum tilvikum er um að ræða einstaklinga sem tapað hafa öllu sökum neyslu sinnar, fjölskyldu, vinnu, vinum og svo framvegis. Það er öllu sjaldgæfara að heyra frásagnir einstaklinga á borð við Ragnheiði, sem alltaf hélt fjölskyldu sinni, sinnti starfi og lifði, í það minnsta út á við, eðlilegu fjölskyldulífi. Ragnheiður segir að líklega sé meira um drykkju inni á heimilum en við gerum okkur grein fyrir. Margir nái þó að halda í fjölskyldu og vinnu og telja þannig að hlutirnir séu í lagi. Það geti vissulega gengið um einhvern tíma, en ekki til lengdar. En það verður ekki hjá því komist að spyrja Ragnheiði hvort og þá hvernig ástand hennar í öll þessi ár hafi bitnað á fjölskyldunni og heimilislífinu. „Flótti minn var gríðarlega mikill í praktísk verkefni, ég eldaði og þreif heima og fann mér stöðugt verkefni. Ég var að mörgu leyti fyrirmyndarhúsmóðir, ef það er það sem þú ert að spyrja um,“ segir Ragnheiður og hlær létt þegar hún er spurð um þetta. „En öll þessi verkefni og það að sinna verklegum hlutum á heimilinu var í raun til þess að forðast það að mynda augnsamband og of mikla nánd. Það sem börnin hefur klárlega Kærleikurinn og nándin var ekki til staðar skort á þeim tíma er nándin, það var alltaf ákveðin fjarlægð. Grunnþörfunum og praktískum hlutum var sinnt, en kærleikurinn og nándin var ekki til staðar. Frá þeim tíma sem liðinn er hefur þó mikið vatn runnið til sjávar og okkur hefur gengið vel að mynda náin tengsl. Það er í raun stórkostlegt hvað við lifum heilbrigðu fjölskyldulífi, og ég er í dag mjög náin börnunum mínum. Þau heimsóttu mig þegar ég var á Hlaðgerðarkoti, en gerðu sér ekki alveg grein fyrir því hvað ég væri að gera þarna. Ég útskýrði það fyrir eldra barninu að mamma væri að læra að hætta að drekka.“ Ragnheiður flutti vitnisburð á kótilettukvöldi Samhjálpar 2017 um þann árangur sem hún hafði náð eftir meðferð. Hún var þá ófrísk að sínu þriðja barni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=