Samhjalp juli 2019

10 Ragnheiður fór inn á Hlaðgerðarkot í byrjun mars 2015. Á meðan hún beið eftir því að komast í meðferð var hún í raun í gjörgæslu heima hjá sér eins og hún lýsir því sjálf. „Maðurinn minn og vinkonur skiptust á að vakta mig, og var ég í þeirri gæslu allan sólarhringinn,“ segir hún. raun bara verra. Ég var um tíma hrædd við að fara út úr húsi, því ég gat í raun ekki gert það án þess að fá mér áfengi. Á þessum tíma var mér fyrst ljóst að ég hafði enga stjórn á þessu. Eftir að hafa sýnt mér þolinmæði öll þessi ár hafði maðurinn minn, eðlilega, ekki mikinn skilning á þessu,“ segir Ragnheiður. Hún fór aftur inn á Hlaðgerðarkot nokkrum mánuðum seinna og þá í þriggja mánaða meðferð sem lauk í nóvember 2015. „Þá var ég búin að sjá að allar mínar leiðir gengu ekki upp. Ég hafði viljann, en engan styrk eða getu til að gera þetta sjálf. Ég hafði alla tíð lifað í lygi og reynt að búa til einhverja mynd af sjálfri mér sem var ekki til, í þeim tilgangi að öðlast sjálfstraust og kjark, sigrast á félagsfælni og þar fram eftir götunum. Þarna var mér orðið ljóst að ég gat ekki átt við þetta vandamál sjálf. Ég þurfti að gefa Guði greiða leið, enda var þörf á kraftaverki,“ segir Ragnheiður. „Fyrir þennan tímapunkt var ég aldrei tilbúin til að opna mig eða segja hlutina eins og þeir voru, að tala sannleikann eins og Biblían talar um. Það eru orð að sönnu að sannleikurinn gerir okkur frjáls. Ég fann sterkt fyrir því hvað það er mikið frelsi fólgið í því að viðurkenna lygina og vanmáttinn og tala sannleikann. Það er líka mikilvægt að opinbera veikleika sína í stað þess að byggja upp einhverja mynd og reisa múra í kringum sig. Þeir múrar eru byggðir á blekkingu og standast engar áraunir. Þarna þurfti ég að eiga við hluti í lífi mínu sem ég hafði aldrei viljað eiga við áður.“ Var erfitt að berskjalda sig með þeim hætti? „Það var gríðarlega erfitt og í raun fannst mér það vera erfiðasta skref sem ég hef tekið. En þegar búið er að brjóta niður alla múra er ekkert að óttast. Þá hefur enginn höggstað á þér, enda hefur þú ekkert að fela. Síðan rennur upp fyrir manni að bagginn er bara ekkert verri hjá þér sjálfum en hjá næsta manni. Það eru allir með einhverja bagga,“ segir Ragnheiður. Sem fyrr segir lauk meðferðinni rétt fyrir jól og það er við hæfi að spyrja Ragnheiði hvernig það hafi verið að sameinast fjölskyldunni á ný á þeim tímapunkti. „Ég fann alveg að jólin hristu við mér, en ég upplifði þó meiri von um að þetta gæti gengið, von um betra líf sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Ég byrjaði í Grettistakinu eftir að ég kom úr meðferð og það hjálpaði mér vissulega mikið,“ segir Ragnheiður. Gleði og friður semvar ekki áður Nú eru að verða liðin fjögur ár frá því að Ragnheiður lauk meðferð. Hún segir að sá tími sem liðinn sé hafi vissulega verið krefjandi til að byrja með, en lærdómsríkur og góður. „Ég þurfti að taka leiðsögn, fékk mér sponsor og fór í Tólf spora vinnu. Ég gerði það sem ég þurfti sama hvernig mér leið, ég bað og treysti því að Guð myndi leiða mig í gegnum þetta,“ segir Ragnheiður. „Mér fannst árangurinn koma hægt í fyrstu, en svo þegar ég lít til baka finnst mér þetta hafa gengið frekar hratt fyrir sig. Þetta hefur verið erfið ganga, en það kraftaverk sem ég var að vonast eftir varð að veruleika. Ég hafði áður náð því að verða edrú um stund, en mér leið alltaf illa. Mér fannst ég vera rotin að innan og lifði, sem fyrr segir, alltaf í ákveðinni lygi. Nú hef ég eignast gleði og frið sem ég hef aldrei átt áður.“ Ragnheiður segir að þetta hafi þó tekið Maðurinnminn er líka með þessa tímasetningu algjörlega á hreinu, hann vísar stundum í gamni til þessa tíma þegar Rang- heiður hafði stjórnina en ekki Ragnheiður. Það er hægt að hlæja að því í dag, en það var öllu alvarlegra þá.“ “

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=