Samhjalp_des_2019
7 Fagleg vinnubrögð á traustumgrunni Þaðmá segja að ákveðin kynslóðabreyting sé að verða í stjórnendateymi Samhjálpar. Valdimar Þór Svavarsson er nýr framkvæmdastjóri Samhjálpar og hefur þegar tekið til starfa. Helga Lind Pálsdóttir hefur verið ráðin semnýr forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti ogmun hefja störf á nýju ári. Samhjálparblaðið ræddi við þau Valdimar Þór og Helgu Lind umnýju störfin, hlutverk og framtíð Samhjálpar, viðhorf samfélagsins til alkóhólista og fleira. V aldimar Þór á fjölbreyttan starfsferil að baki, hefur starfað við sölu- og markaðsstörf og í sjálfstæðum rekstri. Hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi auk menntunar í áfalla- og uppeldisfræðum. Á síðustu árum hefur hann að mestu starfað við rekstur, ráðgjöf og námskeiðshald. Helga Lind er félagsráðgjafi en hún lauk mastersnámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2012. Hún hefur einnig lokið diplómanámi í barnavernd og námi í sáttamiðlun frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Helga Lind hefur frá árinu 2012 unnið í félagsþjónustu og hefur síðastliðin þrjú ár sinnt starfi félagsmálastjóra Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Helga mun hefja störf sem faglegur forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti um áramótin. Eins og fram kemur í inngangi hefur Valdimar Þór þegar hafið störf. Aðspurður um tildrög þess að ráða sig til starfa hjá Samhjálp segist hann lengi hafa verið í sjálfstæðum rekstri og í raun ekki hafa verið að leita sér að nýju starfi. „Þegar ég frétti af þessu starfi þá skoðaði ég auglýsinguna og sá strax að hér hefði ég eitthvað fram að færa. Ég gat því ekki annað en sótt um,“ segir Valdimar Þór. „Ég þekki ýmsa aðila sem bæði eru í stjórn eða tengdir þeim sem eru í stjórn en ákvað þó að gera ekkert til að hafa áhrif á ráðningaferlið eða þá sem tóku ákvörðun um ráðninguna. Allt var þetta mjög vandlega framkvæmt af hálfu stjórnarinnar. Ég lagði þetta í Guðs hendur og stillti væntingum mínum í hóf, en ég neita því ekki að ég var mjög spenntur fyrir þessu starfi og fyrir því starfi sem hér er unnið.“ Helga Lind tekur í svipaðan streng. „Þetta kom frekar óvænt upp hjá mér og ég leitaði ráða hjá góðum vinum áður en ég tók ákvörðun. Ég fann að þetta var það sem ég vildi gera, koma inn með þá þekkingu og reynslu sem ég hef og vinna um leið með því öfluga teymi sem þegar starfar hjá Samhjálp,“ segir Helga Lind. Hlaupa lengra með boltann Þó svo að starf Samhjálpar sé að mörgu leyti gefandi, þá verður seint sagt að starfsemi samtakanna sé auðveld. Stöðug leit að fjármagni, samskipti við opinbera aðila, meðferð á einstaklingum sem koma brotnir til Samhjálpar og þannig mætti áfram telja. Ykkur mátti báðum vera ljóst að þið væruð ekki að ráða ykkur í hefðbundna 9-5 vinnu eins og sagt er. En þið völduð þessi störf. Hvað útskýrir það? „Ég hef alveg velt þessu fyrir mér,“ svarar Helga Lind að bragði. „Það sem heillar mig við starf Samhjálpar og Hlaðgerðarkots er að þar er fólk að koma inn sem er að þrotum komið og vill hjálp. Hér er fólk að stíga sín fyrstu skref í átt að bata og hér gefst tækifæri til að fylgja fólki eftir í batarferli sem mun vonandi breyta lífi fólks til framtíðar. Það að fá að sjá lífsvon kvikna er dýrmætt. Ég geri mér vel grein fyrir því að alkóhólismi og fíkn er erfiður sjúkdómur og áskoranirnar verða margar. Það verða sigrar og sorgir, en það að fá að sjá fólk lifna við og umbreyta lífi sínu er líka gefandi og ég hlakka til að fá að taka þátt í því.“ Valdimar Þór bætir við að hvorugt þeirra ráði sig til starfa launanna vegna. „Ég sótti um þetta starf af því það skiptir mig máli að vinna við eitthvað sem mér finnst göfugt. Síðan hef ég minn bakgrunn, er 12 spora maður til margra ára og tengi því við ýmislegt sem skjólstæðingar Samhjálpar fara í gegnum,“ segir hann. „Til viðbótar nýtist menntun mín og reynsla í þetta starf. Ég sé fram á að nýta þá hæfileika og þekkingu sem ég hef og það er ekki sjálfsagt mál að rekast á þannig starfsvettvang hvenær sem er. Ég er auðvitað ekki einn um að hafa þessa reynslu og þekkingu, en í mörg ár hef ég viljað koma að verkefnum á við þetta, að efla og hvetja aðra. Það eru forréttindi að koma að verkefnum á borð við þau sem Samhjálp býður upp á. Starfið hér er fjölbreyttara en ég gerði mér
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=