Samhjalp_des_2019

38 Ánægjulegt að styðja við Samhjálp F yrirtækið Faris, sem sérhæfir sig í gluggum og hurðum, hefur stutt vel við uppbyggingu meðferðarheimilisins í Hlaðgerðarkoti. Í sumar gaf fyrirtækið glugga í efri hæð suðurbyggingarinnar sem nú hefur verið endurnýjuð, og áður hafði Faris gefið tvöfaldar hurðir í nýbygginguna sem vígð var fyrr í haust. Fyrirtækið flytur inn Velfac glugga sem eru hágæða nútímalegir gluggar og Lacuna fellihurðir. Allar gjafir sem þessar skipta verulegu máli fyrir samtök á borð við Samhjálp. Eins og fram hefur komið hér á síðum Samhjálparblaðsins hafa margir stutt vel við verkefnið, ýmist með fjárframlögum, vinnuframlagi eða með vörum og annarri þjónustu. Sigurður Magnússon, stofnandi og eigandi Faris, segist styrkja Samhjálp með mikilli ánægju. „Þegar við stofnuðum fyrirtækið tókum við ákvörðun um það að við myndum láta gott af okkur leiða þegar við hefðum Þegar kom að ísetningu glugganna mætti Sigurður með svokallaða loftlyftu til að lyfta glerinu. Hann naut aðstoðar Varðar Leví Traustasonar og Kornelíusar Traustasonar við ísetningu glugganna. Sigurður færði Samhjálp einnig nýja glugga í elstu bygginguna á svæðinu þar sem gluggarnir sem fyrir voru í húsinu voru úr sér gengnir. tækifæri til þess,“ segir Sigurður, en þess má geta að fyrirtækið var stofnað í lok árs 2008. Það var örlagaríkur tími sem er flestum enn í minni. „Það eru mörg málefni sem hægt er að styrkja, en við mátum það sem svo að Samhjálp væru þau samtök sem við vildum styðja með þessum hætti,“ segir Sigurður. „Flest fyrirtæki vilja láta gott af sér leiða með ýmislegum hætti. Ég þekki persónulega einstaklinga sem hafa þurft á starfi Samhjálpar að halda. Við vitum að það er gott og mikilvægt starf unnið í Hlaðgerðarkoti, starf sem hefur samfélagslegan ávinning og skilur mikið eftir sig. Það er því ánægjulegt að geta stutt þannig verkefni með markvissum hætti.“ Til viðbótar við Samhjálp hefur Faris einnig stutt við þrettándagleði Fjölnis í Grafarvogi, heimahverfi fyrirtækisins, og þá sérstaklega þann hluta sem snýr að forvarnarstarfi. Samhjálp þakkar Sigurði og Faris fyrir veittan stuðning og óskar þeim Guðs blessunar. Jólasöfnun Kaffistofu Samhjálpar HJÁLPAÐU okkur að hjálpa ÖÐRUM TAKTU ÞÁTT! www.samhjalp.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=