Samhjalp_des_2019
36 Samtal, samvinna og heiðarleiki HÖFUNDUR: TRYGGVI MAGNÚSSON G etur verið að það sé manneskjunni nauðsynlegt eiga samvinnu við aðrar manneskjur og finna til samkenndar? Mér þykir það nokkuð borðleggjandi og þekki mörg dæmi þar um. Kannski helst er varðar að ná bata við ýmsum þeim veikindum og fíknum sem á manninn herja. Oft næst góður árangur með því að deila reynslu og þekkingu. Það getur skilið milli lífs og dauða. Til að samtal og deiling á reynslu verði að gagni er nauðsynlegt segja satt og rétt frá, draga ekkert undan og vera heiðarlegur. Hvernig gengur okkur þá að vera heiðarleg? Það getur reynst mörgum erfitt, því mörg okkar hafa lifað lengi í blekkingum og afneitun á eigin lífshætti. Kannski hefur það verið eina leiðin sem við sáum og kunnum til að lifa daginn af og við verið föst þar. Það geta falist miklar áskoranir í því að komast frá þessum stað, en það er hægt. Fyrst um sinn getur verið gott að þiggja leiðbeiningar frá þeim er hafa náð að feta brautina í átt að hreinskilni og heiðarleika. Það er grundvöllur að bata að líta í eigin barm og sjá stöðuna eins og hún er. Það getur verið sárt að viðurkenna eigin galla og mistök, en ákveðið uppgjör þarf þó að fara fram. Við getum tímabundið þurft að leggja okkar mál að miklu leyti í hendur annarra sem kunna til verka við endurreisn og uppbyggingu. Við verðum að læra að treysta og trúa á jákvæðar lausnir. Þarna er komið að samvinnu við uppbyggingu sem getur verið lykill að betri líðan og heilsu. Við upplifum ýmsa hluti með misjöfnum hætti. Um leið höldum við að enginn geti verið í svipuðum sporum eða liðið með svipuðum hætti. Það getur vakið upp margar og misgóðar Jóginn skynjar sjálfan sig í sálu hverrar veru og allar verur í sálu sinni - Bhagavad Gita Skipholt 50 C www.jogasetrid.is tilfinningar. Með samvinnu og samtali kemur í ljós að við erum ekki ein með marga hluti eins og við héldum. Það getur létt gönguna til góðs að finna til samkenndar og samsvörunar með annarri manneskju. Margir hafa séð lífið í nýju ljósi þegar þessum áfanga er náð. Ef við gefum okkur að fólk kjósi að láta sér líða eins vel og kostur er, er þetta þá ekki umhugsunarvert? Þá er rétt að árétta enn og aftur hve heiðarleiki við sjálfan sig og aðra er mikilvægur. Þetta mun ganga illa hjá okkur ef eitthvað er undan dregið. Það verður mörgum að falli. En geta allir haft gagn og gleði af þessu? Undirritaður getur ekki lofað neinu um það. En í ljósi hve margir hafa farið þessa leið og sagt frá árangri til góðs, ætti þetta að vera góður kostur. Ef vel tekst til og viðkomandi einstaklingur nær bata, verður hann heilsteyptari og um leið aflögufær þegar kemur að samvinnu og aðstoð við aðra. Munið því að heiðarleiki borgar sig. Góðar stundir. Höfundur er umsjónarmaður stuðningsheimila Samhjálpar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=