Samhjalp_des_2019
32 Jólin eru fyrir flesta hátíð ljóss og friðar. Þeir sem glímt hafa við alkóhólisma eða fíkniefnaneyslu eiga þó misgóðar minningar frá jólum og áramótum. Þegar vinir, fjölskylda og vinnufélagar koma saman um hátíðarnar og aðdraganda þeirra eru margir, sérstaklega þeir sem nýlega eru orðnir edrú, sem þurfa með markvissum hætti að viðhalda edrúmennskunni. Á vefsíðunni RehabCenter má finna nokkur góð ráð til að viðhalda bata. Gerðu áætlun fyrir hvern dag Það er nóg að gera um jólin og í aðdraganda þeirra; vinna, skreytingar, fjölskylduboð, skemmtanir og aðrir viðburðir. Gættu þess að velja vandlega þá viðburði sem þú sækir og vertu með fólki sem þú treystir og sem styður við bataferli þitt. Gerðu áætlun fyrir hvern dag um það hvernig þú ætlar að haga deginum. Haltu dagbók, gerðu lista áður en þú ferð í búð ef þú telur þörf á því, eða minnisbók um verkefni dagsins. Fáðu aðstoð frá fjölskyldu og vinum Það getur verið gott að búa til áætlun, þegar freistnin bankar upp á. Fáðu fjölskyldumeðlim eða vin sem þú treystir til að vera viðbúinn því að þú sendir Allsgáð um jólin Góð ráð til að viðhalda edrúmennsku umhátíðarnar viðkomandi skilaboð eða fáir að hringja þegar svo ber undir. Þessir aðilar geta hjálpað þér að finna ást og stuðning og minnt þig á markmið þín. Settu þér markmið Byrjaðu hvern dag á því að spyrja sjálfa/n þig að því hvað þú ætlir þér að afreka þann daginn. Að spyrja sig á hverjum morgni „hver eru markmið mín í dag?“ er góð regla. Vertu í sambandi við aðila sem þú treystir, berðu markmiðið undir viðkomandi og fáðu að hafa aftur samband þegar því markmiði er náð. Vertu félagslega virk/ur Fólk á miserfit með að vera innanum margmenni. Fyrir suma er það erfitt en aðra mjög auðvelt. Það að vera í námunda við gott fólk er þó eitt það mikilvægasta sem þú gerir til að halda bataferlinu á réttri braut. Það getur stundum verið erfitt til að byrja með, en þá er mikilvægt að velja sér einstaklinga eða hóp sem skilur aðstöðu þína, fortíð, nútíð og það hvert þú stefnir til dæmis með því að mæta á 12 spora fundi. Forðastu staði sem minna á neyslu Fyrir suma er erfitt að koma inn á staði sem minna á fyrra líferni. Það geta verið einstaka skemmtistaðir, heimili gamalla neyslufélaga og svo framvegis. Þetta getur líka átt við um staði þar sem þú hefur sótt fjölskyldusamkomur eða staði sem þú sóttir með vinum áður. Það er rétt að forðast slíka staði, jafnvel þó það sé aðeins í skamman tíma (t.d. ef þú hefur nýlega náð bata). Byrjaðu nýja hefð Frídagar eru frábærir tímar til að hefja nýja hefð sem þú getur viðhaldið á komandi árum. Þú getur sótt ýmsa viðburði, t.d. jólatónleika, leikrit o.s.frv., sumir horfa alltaf á sömu kvikmyndina um jólin, koma saman til að spila, fara í gönguferðir eða styttri ferðalög og þannig mætti áfram telja. Hugsaðu umheilsuna og haltu reglu Það kann að hljóma sem sjálfsagður hlutur, en það hugsa vel um heilsuna eru mikilvægt í bataferli. Gættu að mataræði og hreyfingu og ekki láta skammdegið draga þig niður. Það að láta sér leiðast eða hafa ekkert fyrir stafni er einn versti óvinur þeirra sem vilja halda sér í bata. Um hátíðarnar er freistandi að borða of mikið, vaka of lengi o.s.frv. Sem fyrr segir er þó mikilvægt fyrir þá sem eru í bataferli að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Skrifaðu niður það sem þú ert þakklát/ur fyrir Það kann að hljóma klisjukennt, en það virkar. Skrifaðu niður þrjá hluti í lok hvers daga, hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Það er gefandi að skrifa það niður og það er ekki síður gefandi að eiga þann lista til þegar fram í sækir. Taktu einn dag í einu Líf í bata er langhlaup. Það er hins vegar vel þess virði. Taktu einn dag í einu, en settu þér langtímamarkmið. Vertu þakklát/ur fyrir það að vera á réttri braut, einbeittu þér að því að gera þitt besta á hverjum degi og ekki vera of upptekin/n af því sem koma skal á næstu dögum, vikum og mánuðum. Með því að taka einn dag í einu í bata ertu á réttri leið og sú leið mun skila þér á góðan stað í lífinu. Líka um jól og áramót.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=