Samhjalp_des_2019
28 Guðrún Einarsdóttir, dagskrárstjóri í Hlaðgerðarkoti, mun láta af störfum um áramót. Guðrún hefur starfað sem áfengisráðgjafi í rúman aldarfjórðung, lengst af hjá Samhjálp, og mótað það góða meðferðarstarf sem unnið er í Hlaðgerðarkoti í dag. Hún hefur með starfi sínu í Hlaðgerðarkoti Guðrún lætur af störfum Nýir starfsmenn hjá Samhjálp Eins og fram kemur hér í blaðinu hefur Valdimar Þór Svavarsson verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samhjálpar. Hann tekur við starfinu af Verði Leví Traustasyni sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri sl. fimm ár. Þá hefur Helga Lind Pálsdóttir verið ráðin sem forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti. Rakel Kersti Varðardóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Samhjálpar. Hún hóf störf fyrr í haust og mun starfa í móttöku Samhjálpar í Hlíðasmára. Þá hefur Jóna Björg Howard verið ráðin sem verkefnastjóri Kaffistofu Samhjálpar. Jóna Björg tekur við starfinu af Sædísi Hafsteinsdóttur sem hefur látið af störfum. Jóna Björg Howard Rakel Kersti Varðardóttir og fyrir Samhjálp haft áhrif á líf hundraða fjölskyldna til hins betra og margir eiga henni mikið að þakka. Þess má til gamans geta að faðir hennar, Einar heitinn Gíslason, fv. forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, var einn af stofnendum Samhjálpar. Guðjón Þór, borehf@borehf.is Fyrirtækið Bor ehf starfar við steypusögun og kjarnaborun og hefur verið starfrækt síðan 1998 á sömu kennitölunni og er þar af leiðandi komið með viðamikla reynslu á þessu sviði. Óskar þú frekari upplýsinga eða tilboðs er ég ávallt til þjónustu reiðubúinn Sími: 895 9490
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=