Samhjalp_des_2019
26 F jármögnunarfyrirtækið Lykill færði Samhjálp nýlega nýja Renault Trafic bifreið frá bílaumboðinu BL. Bifreiðin mun nýtast samtökunum við ýmiss konar flutninga í umfangsmikilli starfsemi samtakanna. Fyrir utan meðferðarheimilið í Hlaðgerðarkoti rekur Lykill færir Samhjálp bifreið Samhjálp áfangaheimili á fjórum stöðum, nytjamarkað, göngudeild og Kaffistofu Samhjálpar. Eðli málsins samkvæmt þarf að sinna mörgum erindum víða um höfuðborgarsvæðið og þá sérstaklega mataröflun fyrir Kaffistofuna. Lykill mun einnig þjónusta bifreiðina í samræmi við flotaleigusamninga fyrirtækisins. Þetta er er í annað sinn sem Lykill færir Samhjálp bifreið með sambærilegum hætti. Samhjálp þakkar Lykli og þá sérstaklega Lilju Dóru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra fyrir stuðninginn. Lilja Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, afhentir Verði Leví Traustasyni, þá framkvæmdastjóra Samhjálpar, nýju bifreiðina til afnota.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=