Samhjalp_des_2019
22 R eykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið 24. ágúst sl. og Samhjálp er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem njóta góðs af hlaupinu. Í ár hlupu 16 einstaklingar til styrktar Samhjálp og alls söfnuðust um 1.050 þús.kr. í starfið. Aldrei fyrr hefur jafn mikið safnast til styrktar Samhjálp á þessum viðburði. Það var Óskar Þór Guðmundsson sem safnaði meginhluta fjárins, rúmlega 620 þús.kr. Hlaupið til styrktar Samhjálp Hlaupið á Hólmsheiði Eðli málsins samkvæmt geta fangar ekki tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í miðbæ Reykjavíkur. Fangi sem sat í sumar á Hólmsheiði lét það þó ekki stöðva sig, heldur hljóp hann 10 km. á hlaupabretti til stuðnings Samhjálp á sama tíma og maraþonið fór fram. Ekki er hægt að greina frá nafni einstaklingsins, en það má þó geta þess að hann hljóp vegalengdina á um 55 mínútum. Aðrir fangar, fangaverðir og aðstandendur hlauparans lögðu allir til við söfnunina, en með afreki sínu safnaði hann rúmlega 200 þús.kr. Reykjavíkurmaraþonið var nú haldið í 36. sinn og enn var slegið met í söfnun áheita. Alls söfnuðust um 167,5 milljónir kr. sem runnu til rúmlega 190 góðgerðarfélaga og verkefna. Tæplega 10.000 manns tóku þátt í hlaupinu, góðgerðarfélögum fjölgaði um rúm 12% á milli ára og 30% fleiri þátttakendur skráðu sig fyrir góðum málefnum. Viðburðir á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ekki bara skemmtilegur fyrir margar sakir, heldur skiptir hann miklu máli fyrir fjölda góðgerðarfélaga og samtaka á borð við Samhjálp. Við færum þeim sem hlupu til styrktar samtökunum bestu þakkir. Hér á síðunni má sjá skemmtilegar myndir frá viðburðinum. Myndirnar tók Bent Marínósson. Birgir Örn Guðjónsson var einn af þeim sem hljóp til stuðnings Samhjálp. Vörður Leví Traustason, þá framkvæmdastjóri Samhjálpar, hvatti hlaupara til dáða. Þátttakendur í hlaupinu skemmtu sér konunglega eins og hér sést. Samhjálp studdi vel við hlaupara og ýmsir aðilar sem ýmist starfa fyrir Samhjálp eða eru tengdir starfinu með öðrum hætti hvöttu þá til dáða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=