Samhjalp_des_2019

21 Góðar gjafir Eins og ítrekað hefur komið fram í umfjöllun um framkvæmdirnar í Hlaðgerðarkoti þá reiða samtökin sig mikið á gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum. Fjölmargir aðilar hafa lagt hendur á plóg á liðnum árum og verður það seint þakkað að fullu. Allar slíkar gjafir spara Samhjálp fjármagn sem þá nýtist í aðra starfsemi samtakanna og eru að sama skapi til þess fallnar að halda framkvæmdum í Hlaðgerðarkot gangandi. Þá verður ekki hjá því komist að rifja upp allt það fé sem Oddfellow hreyfingin á Íslandi hefur gefið í framkvæmdirnar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarstjóri í Hlaðgerðarkoti, hefur haft veg og vanda af framkvæmdunum og unnið alla sína vinnu í sjálfboðastarfi. Gestir á vígsluhátíð nýju byggingarinnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýju byggingunni fyrir rúmum þremur árum. Hann var að sjálfsögðu mættur á vígsluhátíðina, enda hefur hann fylgst vel með gangi framkvæmdanna. Anna María McCrann og Rósa Gunnlaugsdóttir. Jón Gunnarsson, alþingismaður og fv. ráðherra, ávarpaði gesti. Útsýnið úr fjölnota salnum í nýju byggingunni er einstaklega fallegt, beint yfir Mosfellsdalinn. Vörður Leví Traustason, fráfarandi framkvæmdastjóri Samhjálpar, nýtti tækifærið og bauð Valdimar Þór Svavarsson, nýráðinn framkvæmdastjóra, velkominn til starfa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=