Samhjalp_des_2019
21 Góðar gjafir Eins og ítrekað hefur komið fram í umfjöllun um framkvæmdirnar í Hlaðgerðarkoti þá reiða samtökin sig mikið á gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum. Fjölmargir aðilar hafa lagt hendur á plóg á liðnum árum og verður það seint þakkað að fullu. Allar slíkar gjafir spara Samhjálp fjármagn sem þá nýtist í aðra starfsemi samtakanna og eru að sama skapi til þess fallnar að halda framkvæmdum í Hlaðgerðarkot gangandi. Þá verður ekki hjá því komist að rifja upp allt það fé sem Oddfellow hreyfingin á Íslandi hefur gefið í framkvæmdirnar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarstjóri í Hlaðgerðarkoti, hefur haft veg og vanda af framkvæmdunum og unnið alla sína vinnu í sjálfboðastarfi. Gestir á vígsluhátíð nýju byggingarinnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýju byggingunni fyrir rúmum þremur árum. Hann var að sjálfsögðu mættur á vígsluhátíðina, enda hefur hann fylgst vel með gangi framkvæmdanna. Anna María McCrann og Rósa Gunnlaugsdóttir. Jón Gunnarsson, alþingismaður og fv. ráðherra, ávarpaði gesti. Útsýnið úr fjölnota salnum í nýju byggingunni er einstaklega fallegt, beint yfir Mosfellsdalinn. Vörður Leví Traustason, fráfarandi framkvæmdastjóri Samhjálpar, nýtti tækifærið og bauð Valdimar Þór Svavarsson, nýráðinn framkvæmdastjóra, velkominn til starfa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=