Samhjalp_des_2019

20 Þ að var hátíðleg stund í Hlaðgerðarkoti miðvikudaginn 25. september, þegar nýja byggingin á svæðinu var vígð formlega. Byggingin, sem er 330m2, inniheldur fjölnota sal, eldhús og fylgirými og var tekin í notkun í vor. Byggingin tengir saman tvær eldri byggingar sem voru til staðar í Hlaðgerðarkoti. Önnur þeirra, svokölluð suðurbygging, sem stendur á tveimur hæðum, er nú undir framkvæmdum og er hluti af öðrum byggingaráfanga af þremur. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu í áföngum síðastliðin ár. Í nóvember 2015 var haldin landssöfnun í beinni Nýja byggingin formlega vígð útsendingu á Stöð 2, þar sem söfnuðust um 85 m.kr. í formi framlaga og loforða. Í framhaldinu hófst undirbúningur að framkvæmdum og fyrsta skóflustungan var tekin í lok september 2016. Byggingin var orðin fokheld tæpu ári síðar, haustið 2017, og nýr salur tekinn í notkun í lok árs 2018. Í byrjun þessa árs hófust síðan framkvæmdir við annan áfanga, þ.e. á efri hæð suðurbyggingar, þar sem áður voru eldhús, herbergi og kapella. Nú hafa ellefu ný herbergi verið tekin í notkun á þeirri hæð og enn er unnið að því að búa til fimm herbergi til viðbótar. Öll herbergin á hæðinni eru með sér baðherbergi og uppfylla allar nútímakröfur um aðbúnað, brunavarnir og öryggi. Öll framþróun framkvæmdanna hefur verið háð því fjármagni sem Samhjálp býr yfir hverju sinni. Eins og áður hefur verið fjallað um hér í Samhjálparblaðinu hafa samtökin treyst umtalsvert á sjálfboðaliða í framkvæmdum á svæðinu og ekki síður á gjafir einstaklinga og fyrirtækja til að halda framkvæmdum áfram. Þær gjafir hafa verið í formi fjárframlaga, birgða og þjónustu, og fyrir það eru samtökin afar þakklát. Hér á síðunni má sjá myndir frá formlegri vígslu byggingarinnar. Myndir úr vígslunni tók Bára Huld Beck. Vörður Leví Traustason, fráfarandi framkvæmdastjóri Samhjálpar, flytur opnunarávarp. Hér má sjá byggingarnar í Hlaðgerðarkoti. Nýja byggingin er fremst á myndinni og tengir saman eldri byggingarnar. Hún inniheldur fjölnota sal, eldhús, aðstöðu fyrir lækni og önnur vinnurými. Í byggingunni til vinstri er búið að endurinnrétta meginþorra 2. hæðar, þar sem áður var matsalur, eldhús og herbergi. Upprunaleg framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir að byggingin til hægri, sem er sú elsta á svæðinu, yrði rifin og nýtt hús byggt í staðinn. Sú áætlun er nú í endurskoðun þar sem mögulega má lagfæra húsið. Kristín Ósk Gestsdóttir undirbjó veglegt og glæsilegt veisluborð fyrir vígsluhátíðina. Valdimar Þór Svavarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Samhjálpar, ávarpar samkomuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=