Veiðikortið 2023
94 veidikortid.is Staðsetning: Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er 2,2 km 2 að flatarmáli. Mjög aðdjúpt er vestan megin í vatnið. Það rís um 8 m yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km að lengd og um 1 km þar sem það er breiðast. Leiðarlýsing: Frá vatninu eru um 340 km til Reykjavíkur ef farið er um Hvalfjarðargöngin og um 55 km vestur á Patreksfjörð. Hægt er að stytta leiðina frá Reykjavík með því að taka ferjuna Baldur frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, sem er í um 8 km fjarlægð frá Vatnsfirði. Veiðisvæðið: Veiði er heimil í öllu vatninu. Bestu veiðistaðirnir eru við árósa, og útfall vatnsins, við árósa undir Kálfahjalla, þar sem efri hluti árinnar rennur út í vatnið. Mörk vatnsins og árinnar eru merkt og ber veiðimönnum virða þau. Veiðileyfi í Vatnsdalsá eru seld sérstaklega. Jafnframt eru veiðistaðir á Viteyri, sem er fyrir miðju vatninu vestan megin og Kofanesi, sem er fremst í vatninu. Um 30 mín. gangur er að Lambagilseyrum, austanvert við vatnið. Þar er urriðasvæði. Ekki er leyfilegt að veiða í ám, sem tengjast vatninu. Mörk vatnsins og ánna eru sérstaklega merkt. Gisting: Mælst er til þess að veiðimenn nýti tjaldstæði við Hótel Flókalund (2 km) og Brjánslæk (8 km), fremur en að tjalda við vatnið. Auk þess er bændagisting í Rauðsdal (16 km) og Birkimel (24 km). Veiði: Mest er af bleikju í vatninu, en einnig veiðist þar sjóbirtingur og einstaka lax ár hvert. Töluvert af sjóbleikju gengur í vatnið. Mest veiðist af 1-3 punda fiski. Á hverju sumri veiðist einnig töluvert af vænni bleikju, allt að 6,5 pundum. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Annað: Frábærar gönguleiðir eru í nágrenni Vatnsdalsvatns. Nefna má gönguleiðir á Lónfell, þaðan sem Hrafna-Flóki gaf landinu nafnið Ísland og til Flókatófta, sem eru spölkorn frá ferjubryggjunni á Brjánslæk. Einnig er nokkuð auðveld ganga að Helluvatni, sem er ofan hótelsins í Flókalundi. Jafnframt tengist Vatnsfjörðurinn Gísla sögu Vatnsdalsvatn - í Vatnsfirði 1. maí - 20. sept 7:00- 23:00 65° 35,500’N, 23° 7,335’W REYKJAVÍK 340 KM PATREKSFJÖRÐUR 55 KM Stök leyfi til sölu á vefverslun.veidikortid.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=