Veiðikortið 2023

92 veidikortid.is Staðsetning: Úlfljótsvatn er í Grafningi, sunnan Þingvallavatns. Úlfljótsvatn er efsti hluti Sogsins, milli Ljósafoss- og Steingrímsstöðva. Veiðisvæðið er vestari hluti vatnsins að undanskildu því landsvæði sem útilífsmiðstöð skáta hefur til umráða. Leiðarlýsing: Um 65 km akstur er frá Reykjavík ef farið er um Hellisheiði eða Þingvelli en 40 km ef farin er svokölluð Nesjavallaleið. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er bergvatn, enda afrennsli Þingvallavatns. Töluverður straumur er í vatninu þar sem gegnumrennsli er að meðaltali 90 þúsund lítrar á sekúndu. Vatnið er um 4 km 2 að stærð og yfir 20 m djúpt þar sem það er dýpst. Úlfljótsvatn stendur í 80 metra hæð yfir sjávarmáli en til samanburðar er Þingvallavatn í 100,5 metra hæð. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða í vestari hluti vatnsins, þeim megin sem Úlfljótsvatnskirkja er. Veiðisvæðið nær í norður að sumarhúsum OR við Steingrímsstöð og í suðri að landamerkjum við Ljósafoss. Merkingar aðgreina hvar má veiða. Veiðikortið gildir á svæðum 1,3,4 og 5. Gisting: Hægt er að kaupa gistingu á skipulögðu tjaldsvæði skátanna, en þar er mjög góð aðstaða til útilegu. Frekari upplýsingar má finna áulfljotsvatn.is, meðal annars hvað snertir margs konar afþreyingu á staðnum, s.s. bátaleigu og þess háttar. Veiði: Mest veiðist af bleikju, en einnig nokkur urriði.  Algengasta stærð fiskanna er hálft til tvö pund, en veiði á stærri fiski hefur aukist hin síðari ár. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Bannað er að nota makrýl, síli eða smurefni. Besti veiðitíminn: Frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Annað: Úlfljótsvatn er frábær staður fyrir fjölskylduna til að dvelja á, en margt er þar í boði fyrir alla meðlimi hennar. Á ulfljotsvatn.is eru nánari upplýsingar. Í þjónustuhúsi skáta má kaupa hressingu sem og skrá afla í veiðibók sem þar liggur. Einnig hægt að kaupa þar leyfi fyrir svæði 2, en það tilheyrir tjaldsvæðinu og ekki innifalið í Veiðikortinu. Úlfljótsvatn Vesturbakkinn 1. maí - 30. sept 7:00- 23:00 64° 6,288’N, 21° 2,972’W REYKJAVÍK 55 KM SELFOSS 25 KM Skrá sig til veiða /register Skráning á afla /catch log book

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=