Veiðikortið 2023

74 veidikortid.is Staðsetning: Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu. Leiðarlýsing: Skriðuvatni er í 35 km fjarlægð frá Egilsstöðum, 50 km frá Breiðdalsvík og 50 km frá Djúpavogi um Öxi. Vegalengdin frá Reykjavík er um 595 km. Upplýsingar um vatnasvæðið: Skriðuvatn er um 1,25 km2 að flatarmáli og er um 10 m. Vatnið er í 155 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá. Veiðisvæðið: Vatnasvæðið, sem um ræðir, er Skriðuvatn að austanverðu í landi Vatnsskóga. Það er svæðið þar sem Skriðuvatn fellur í Múlaá og öll strandlengja vatnsins að austan, allt að Öxará. Einnig er veiðiréttur í austanverðri Múlaá, frá upptökum árinnar, og 250 metra niður ána allt að merktum landamerkjastólpa. Einnig er heimilt að veiða í Öxará að austanverðu þar sem áin fellur í Skriðuvatn og upp eftir ánni. Ákjósanlegt er að stunda veiðar með flugu í lóni sem fellur úr vatninu og í Múlaá. Gisting: Veiðikortshafi hefur heimild til að tjalda endurgjaldslaust í landi Vatnsskóga, enda gangi hann snyrtilega um land og gróður. Þar er þó hvorki að finna skipulagt tjaldstæði né hreinlætisaðstöðu. Einnig er hægt að kaupa gistingu á Egilsstöðum, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Veiði: Skriðuvatn er urriðavatn en einnig veiðist þar bleikja. Stangaveiði er eingöngu heimil frá bökkum og öll netaveiði er bönnuð. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Jöfn veiði allt tímabilið. Reglur: Handhafar Veiðikortsins geta farið beint til veiða, en verða að hafa Veiðikortið við höndina til að sýna veiðiverði, þegar hann vitjar veiðimanna. Eitt barn undir fermingu veiðir frítt í fylgd með korthafa. Veiðivörður: Ívar Björgvinsson, Vatnsskógum í Skriðdal. @vefurkela.com 64° 57,579’N, 14° 37,946’W 1. júní - 31. ágúst 8:00- 22:00 Skriðuvatn REYKJAVÍK 595 KM EGILSSTAÐIR 35 KM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=