Veiðikortið 2023

66 Í sátt við NÁTTÚRUNA! Veiðimenn og aðrir sem ganga um náttúru Íslands þurfa að leggja sitt að mörkum til að valda henni ekki tjóni með átroðningi, sóðaskap eða öðru. Góð regla er að menn skilji ekki annað eftir en spor sín. 1. Göngum vel um landið. Við leggjum okkur fram um að gleyma ekki rusli út í náttúrunni. Ef við komum að rusli, sem annar hefur gleymt, tínum við það upp. Gott er að vera ávallt með poka á sér undir rusl er kann að vera á vegi manns. 2. Veiðimenn þurfa að huga sérstak­ lega að því að henda ekki frá sér girnisafgöngum. Mörg dæmi eru um að fuglar flæki sig í girnisbútum sem veiðimenn skilja eftir. 3. Mikilvægt er að grafa ekki niður t.d. sorp eða beitu og aldrei beitu sem er á öngli. Mörg dæmi eru um að hundar hafi grafið upp beitu með öngli á og orðið þannig fyrir tjóni og eigendur þeirra. 4. Hvorki aka utan vega né slóða. Ferðumst um merkta slóða eða leiðir. Hafa ber í huga að þegar farið er í gegnum hlið ber að loka þeim strax aftur þannig að búfé fari ekki á milli hólfa. Einnig er auðvelt að særa ósnortinn jarðveg með því að aka utan vega. 5. Virðum fuglalíf. Fuglalíf er sérstaklega viðkvæmt yfir varptímann og er auðvelt að skemma varp fugla ef ekki er farið að öllu með gát. Viðkvæmasti tíminn er iðulega fram í miðjan júní. 6. Á ferð um landið sýnum við landeigandum og öðrum rétthöfum lands fulla tillitsemi, virðum hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, fylgjum leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið. 7. Kveikjum ekki opin eld á stöðum þar sem hætta er á að ummerki verði skilin eftir. Njótum náttúrunnar og skiljum við hana í betra horfi en komið var að. Hreint land - fagurt land! Sýnum varúð og tillitsemi og komum heil heim! Veiðikortið Í sátt við náttúruna Göngum vel um Ísland!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=