Veiðikortið 2023
Veiðikortinu eða eitthvert þeirra sem hefur verið gripin óviðráðanlegri heimþrá og er komið aftur á kortið. Það er nefnilega með þessi vötn sem bregða sér stundum frá Veiðikortinu í stutta stund, renna til sjávar, þau eiga vanda til að koma aftur á kortið og við fáum notið þeirra enn á ný. Það er því alltaf með smá eftirvæntingu að maður rennir yfir vötnin sem verða innan vébanda Veiðikortsins á komandi sumri. Kom eitthvað nýtt inn þetta árið eða er gamall kunningi sem maður saknaði að dúkka upp aftur? Beri svo við að gamall kunningi birtist á ný fer ég ósjálfrátt að rifja upp; hvaða fluga gaf aftur þarna í byrjun tímabils, hvernig var morgunveiðin, miðdagurinn eða kvöldið? Var það í þessari vík sem ég setti í stóru bleikjuna, ætli hún sé þarna ennþá? Fyrir mér er tilhlökkun sumarsins ekki minna um verð heldur en sumarið sjálft og hún á það til að tvöfaldast ef ég beini sjónum að vatni sem ég hef leyft að renna óhindrað til sjávar í einhvern tíma. Jú, jú, þau renna öll til sjávar með einum eða öðrum hætti, en örvæntið ekki, þá skila sér aftur og við fáum notið þeirra næsta sumar. Með veiðikveðju, Kristján Friðriksson / FOS.IS Hítarvatn er dæmi um vatn sem er að koma aftur inn í Veiðikortið 2023 eftir fjarveru í nokkur ár. Hálfsjálfvirkar haglabyssur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=