Veiðikortið 2023
60 Öll vötn renna til sjávar Það er sagt að öll vötn renni til sjávar og því geti enginn dottið í sama vatnið tvisvar. Vötnin endurnýja sig í sífellu og þess vegna erum við aldrei að heimsækja sama vatnið, hversu oft sem við mætum á bakka þeirra með kortin okkar. Þegar við eignumst eftirlætis veiðivatn erum við í raun að taka ástfóstri við umgjörð, umhverfi eða fiskana í vatninu, frekar en vatnið sjálft. Hvað af þessu ræður mestu um ástfóstur okkar er afar misjafnt, jafnvel breytilegt milli veiðiferða. Sumir veiðimenn taka ástfóstri við ákveðið vatn vegna þess að þar geta þeir verið einir með sjálfum sér í ró og næði. Aðrir veiðimenn sækja í ákveðin vötn á ákveðnum tíma árs eða jafnvel dags vegna þess að þar hitta þeir kunningja og vini, rétt eins og aðrir hittast á kaffihúsi niðri í bæ. Aldur veiðimanna skiptir líka miklu máli þegar spurt er um skemmtilegasta vatnið. Yngstu veiðimennirnir okkar þurfa stundum eitthvað aðeins meira en bara vatnið og íbúa þess þegar þeir tilnefna besta vatnið. Veiðivon er mikilvæg, en það getur líka verið kostur að geta leikið lausum hala án þess að vera með stöng í hönd. Stundum þarf að skerpa á gleðinni í leik á vatnsbakkanum eða könnunarferð um náttúruna í grennd þegar lítill áhugi er á agninu. Sjálfur er ég tiltölulega fast heldinn á mín uppáhalds vötn, en það er ekki þar með sagt að ég heimsæki þau sífellt eða ítrekað. Eftir nokkur ár eða ákveðinn fjölda veiðiferða finnst mér gott að hvíla ákveðið vatn. Það þýðir ekki endilega að það falli um sæti á vinsældalistanum, stundum vaknar bara löngun til að prófa eitthvað nýtt vatn, fara nokkrar ferðir og kynnast því, aðstæðum og umhverfi. Oftar en ekki er þetta nýtt vatn á - eftir Kristján Friðriksson hjá FOS.IS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=