Veiðikortið 2023
54 veidikortid.is Staðsetning: Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri. Leiðarlýsing: Ekið er frá Akureyri í átt til Húsavíkur. Vatnið er í um 25 km fjarlægð frá Akureyri og um 415 km frá Reykjavík sé ekið um Vaðlaheiðargöng. Upplýsingar um vatnið: Ljósavatn er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km 2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35 m og er meðaldýpi um 10 m. Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá og Litlutjarnalæk, en úr vatninu fellur Djúpá. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða í öllu vatninu að undanskyldu landi Vatnsenda sem er frá Geitá að Dauðatanga. Sjá kort. Gisting: Ekki er heimilt að tjalda við vatnið nema í samráði við landeigendur. Engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu. Veiði: Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí. Reglur: Korthöfum er skylt að skrá sig hjá veiðiverði á Krossi áður en veiði hefst og fá afhenta veiðiskýrslu sem þarf að skila við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og virða veiðibann í landi Vatnsenda. Óheimilt er að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. Veiðivörður á staðnum: Sigurður Birgisson, Krossi S: 894-9574 og Hulda Svanbergsdóttir, Krossi S: 868-1975. Ljósavatn 20. maí - 30. sept 24/7 65° 42,480’N, 17° 40,761’W REYKJAVÍK 415 KM AKUREYRI 25 KM Hálfsjálfvirkar haglabyssur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=