Veiðikortið 2023
20 Vatnakvöld Veiðikortsins! Stórkostlegt vatnakvöld var haldið í Ölveri 31. mars með Jakobi Sindra Þórssyni en hann þekkir þjóðgarðinn á Þingvöllum eins og lófann á sér. Vatnakvöld Veiðikortsins Loksins var hægt að halda áfram eftir Covid með fræðslukvöld sem við köllum Vatnakvöld Veiðikortsins. Jakob Sindri Þórsson kynnti urriðaveiðar í Þingvallavatni Fáir þekkja ÞIngvallavatn eins vel og Jakob Sindri og fór hann yfir veiðiaðferðir, veiðistaði og hvernig hann setur upp sínar veiðigræjur til að egna fyrir urriðanum. Það er greinilega mikill áhugi fyrir urriðaveiðinni í Þingvallavatni og var fullt út að dyrum og setið í hverju sæti. Flugurnar sem Jakob er aðallega að nota í urriðann eru gríðarlega stórar straumflugur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hægt er að fylgjast með Jakobi Sindra á Facebook undir nafninu Jakobflyfishing . Fylgist með því vonandi getum við haldið fleiri vatnakvöld í vor. Farið var vel yfir hvernig best er að setja upp flugutauma og línur til að ná hámarksárangri. Við fengum Jakob til að sýna okkur í boxin sín og sjá má að þetta eru engar smápúpur!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=