Veiðikortið 2023
18 veidikortid.is Staðsetning: Kleifarvatn og Mjóavatn eru í Breiðdal. Leiðarlýsing: Fjarlægð er um 600 km frá Reykjavík og 75 km frá Egilsstöðum. Upplýsingar um vatnasvæðið: Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi nr. 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Veiðisvæðið: Veiða má við alla bakka vatnanna. Gisting: Veiðikortshöfum er heimilt að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við veiðivörð. Ekki er hreinlætisaðstaða á staðnum. Veiði: Urriði er í báðum vötnunum og er algengt að silungurinn sé um 2 pund en hann getur orðið mjög vænn. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Besti veiðitíminn: Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. Reglur: Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Innri-Kleif með því að senda SMS í símanúmer 858-7354 með númeri Veiðikorts. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiðivörður: Þóra M. Aradóttir, GSM 845-6603 eða Gunnlaugur Ingólfsson GSM: 858-7354, Innri-Kleif. Breiðdalur 1. maí - 30. sept 24/7 64° 49,159’N, 14° 12,411’W Mjóavatn og Kleifarvatn FYRIR VEIÐIMENN REYKJAVIK 600 KM EGILSSTAÐIR 75 KM
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=