Veiðikortið 2022

90 veidikortid.is Staðsetning: Vífilsstaðavatn er í Garðabæ, rétt austan við Vífilsstaði. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er í 38 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km 2 að flatarmáli. Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins, en einnig til að fara yfir veiðibúnaðinn fyrir sumarið. Þess má geta, að Vífilsstaðavatn er tilvalið til að æfa fluguköst. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða frá suðurbakka vatnsins og austur með honum, að vestanverðu að bryggjunni (sjá kort). Gott er að veiða sunnanmegin í vatninu og undir hlíðinni að austanverðu. Gisting: Ekki er heimilt að tjalda við vatnið. Veiði: Í vatninu fæst einkum urriði og bleikja. Mest er um smábleikju, en einnig veiðist stærri fiskur, 1-2 pund. Fiskurinn úr vatninu er mjög góður matfiskur. Tímabil: Á veiðitímabilinu 1. apríl til 15. september má veiða frá kl. 8:00 til kl. 24.00. Dagsveiðileyfi eru seld á 1.000 kr. Þá er millifært inn á reikning 0318-26-50, kt. 570169-6109 með skýringunni veiðileyfi. Nóg að sýna millifærslustaðfestingu til veiðivarða á veiðidegi. Frekari upplýsingar má nálgast í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525-8500. Agn: Aðeins má nota flugu, maðk eða spún. Öll önnur beita og smurefni stranglega bönnuð. Besti veiðitíminn: Jafnan veiðist best á vorin, í maí og júní. Reglur: Vífilsstaðavatn var friðlýst þann 2. nóvember 2007. Vatnið er í eigu og umsjón Garðabæjar og nýtur ákvæða laga um friðlýsingar sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og fylgja leiðbeiningum á skiltum friðlandsins. Hundar skulu vera í bandi, en um varptímann 15. apríl til 15. ágúst ríkir algjört hundabann í friðlandinu. Notkun vélbáta og kajaka óheimil. Veiðimenn þurfa ekki að skrá sig áður en þeir halda til veiða en hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður óskar eftir því. Passið upp á girni og króka! Veiðivörður: Ásta Leifsdóttir, landvörður S: 820-8580 Vífilsstaðavatn 1. apríl - 15. sept 8:00 - 24:00 Veiðibann við norðurenda vatnsins vegna verndunar Flórgoðans. Bannsvæðið nær á milli bryggju og bekks. Sjá teikningu hér fyrir ofan. / No fishing on red zone on the map above 64° 4,749’N, 21° 52,324’W VEIÐI BANN BRYGGJA - - BEKKUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=