Veiðikortið 2022
7 Veiðikortið 2022 - frelsi til að veiða! 00000 Veiðikortið 2022 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 8.900 krónur. Þessi upplýsingabæklingur fylgir endurgjaldslaust með Veiðikortinu. Í honum má finna gagnlegar upplýsingar um vatnasvæðin sem í boði eru. Dagsleyfi eru í boði í nokkur vatnasvæði á vefverslun.veidikortid.is Á vefnum okkar veidikortid.is eru ítarlegar upplýsingar, fréttir og myndir. Myndir, fréttir og aðrar upplýsingar eru vel þegnar á netfangið veidikortid@veidikortid.is . Einnig bendum við á nýtt skráningarform á vefnum okkar þar sem hægt er að skrá afla og senda myndir með. Við erum á Facebook þar sem hægt er að sjá nýjustu fréttir, myndir beint frá bakkanum og fleira skemmtilegt sem gagnast veiðimönnum. Einnig minnum við á myllumerkið #veidikortid þegar þú póstar á samfélagsmiðlum. Breytingar á vatnsvæðum 2022: Engar breytingar á vatnsvæðum eru á milli ára en við bætum við tveimur vötnum á Hólmavatnsheiði, en þau eru Selvötn og Gullhamravatn sem bjóða upp á fleiri valkosti upp á Hólmavatnsheiði fyrir veiðimenn og þá sem eru í ævintýraleit. Almennar reglur: Veiðikortið gildir fyrir skráðan handhafa með eina stöng. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa. Korthafar þurfa að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit á baki kortsins . Þegar skráning fer fram hjá landeiganda eða veiðiverði ber notanda að sýna Veiðikortið og skilríki, eða samkvæmt uppgefnum reglum í bæklingi. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um veiðisvæðin og skilja hvorki eftir sig rusl né önnur óæskileg ummerki. Einnig biðjum við veiðimenn að virða reglur um beitu og tilmæli sem gilt geta sérstaklega fyrir ákveðið vatnasvæði. Álaveiðar eru bannaðar samkvæmt reglugerð nr. 408/2019 og skal sleppa öllum veiddum áli. Reglur um hvert vatnasvæði er að finna á upplýsingasíðum vatnanna. Skráning á afla: Á vefnumokkar er komin rafræn skráning þar sem einnig er hægt að senda inn mynd af aflanum. Hlekkurinn er veidikoritd.is/veidiskraning Handhafa Veiðikorts er óheimilt að afhenda það þriðja aðila til notkunar og geta veiðimenn þurft að sanna eignarhald sitt á Veiðikorti sínu hjá veiðiverði. English VEIÐIKORTIÐ 2022 - “The Fishing Card” Veiðikortid is an economic choice for fishermen and travellers. With the card in hand you can fish as much as you like in 36 lakes around Iceland for only ISK 8900. The Veiðikortið package includes this brochure in Icelandic, but with some basic information in English. There you can access general information regarding the lakes, maps and other valuable information, such as opening hours and days, contacts etc. More detailed English translation is available at www. veidikortid.is , where you can print out more detailed information about each lake and the general use of the card. You can choose many languages, thanks to Google translate. For travelers we recommend a general road atlas (or gps) to help you find these lakes. General rules The card is valid for one person with one rod, and for accompanying children under the age of 14. Legal bait is worm, lure and fly in most cases. Your ID-number should be written on the back of the card. Please read all rules for each lake before fishing, such as regarding registration etc. If you are travelling to Iceland with your fishing gear, please read information on our website about disinfection process before entering the country with used fishing gear. Please send us feedback regarding your experience or some photos, if you don´t mind, at veidikortid@ veidikortid.is and don´t forget to use the hashtag #veidikortid when you post on social media. * The card only gives permission to fish in the lakes included in this brochure. You can´t fish in other rivers and lakes without license. One card is for one person with one rod! Enjoy your fishing in Iceland and please visit our website and Facebook site. LOGBOOK: veidikortid.is/veidiskraning More info: veidikortid.is facebook.com/veidikortid www.veidikortid.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=