Veiðikortið 2022

sjálfur en því er alls ekki þannig farið um alla veiðimenn. Sumir veiða nær ekkert á flugu en hnýta samt, ánægjunnar vegna. Þessi nytsamlega fingraleikfimi hefur laðað ýmsa að sér og veturnir eru einmitt tíminn til iðka þessa leikfimi. Þau ykkar sem ekki hnýta þurfið ekki að örvænta. Vetrarstarf stangaveiðifélaganna er fjölbreyttara en svo að aðeins fluguhnýtingar séu á dagskrá og þar kemur Veiðikortið líka sterkt inn. Veiðistaðakynningar, fiskirannsóknir, veiðisögur og almennt sprell verður örugglega að finna á dagskrá félaganna og því um að gera að kynna sér starf þeirra. Það er fátt skemmtilegra fyrir unga sem aldna að hittast, skeggræða veiði og veiðimennsku eða bara njóta þess sem á borð er borið. Eftir stendur að Veiðikortið límir allt þetta saman, veiðitímabil við vetur, vetur við veiðitímabil og þannig koll af kolli eins og kortið hefur nú gert í nær tvo áratugi. Ég ætla í það minnsta að gera mitt besta til að stytta biðina eftir næsta veiðitímabili, hnýta mínar flugur og heimsækja viðburði veiðifélaganna í vetur. Veiðikveðja, Kristján Friðriksson – www.fos.is Keyrðu í drullupolla! Við gerum veiðiferðina betri og þrífum fyrir þig jeppann biladekur.is - Hólmaslóð 12, S: 780-0000 Það var fjölmennt á Vatnakvöldi Veiðikortsins áður en Covid skall á. Vonandi fara Vatnakvöldin aftur af stað þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=